Ókei, bara fyrir stuttu birtist grein í Morgunblaðinu þar sem auglýst var námskeið í Hafnarfirði á vegum einhvers kristilegs hóps. Þar var sagt að á þessu námskeiði yrði talað um þær trúarstefnur sem myndast hafa á síðustu 200 árum og að það yrðu tekin fyrir nokkur hugtök og gáð hvað hvert hugtak meinti í hverri trúarstefnu. En svo voru þessar “nýtrúarstefnur” taldar upp, og m.a. voru þessar: Yoga, djöfladýrkun, múnismi og ýmislegar aðrar stefnur.
Það sem ég vil benda á er það að sumar þessara “nýtúarstefna” eru mun eldri en 200 ára. T.d. Yoga!!! Yoga hefur verið stunduð alveg frá örófi alda. Og djöfladýrkun hlýtur að vera eitthvað eldra en 200 ára. Það getur varla annað verið.

En mér finnst allavega að fólk ætti að kynna sér málið ÁÐUR en það fer að gera einhverjar svona auglýsingar.