Sálfræðingur að nafni Kenneth Craik taldi að úrvinnsla upplýsinga í heila sé að mörgu leyti hliðstæð því sem gerist í tölvum. Hann taldi að heilinn geymdi líkan af veruleikanum og mögulegum viðbrögðum sínum. Þetta myndi gera manninum kleift að sjá fyrir afleiðingar gjörða sinna, og beita svörun (viðbragði) sem best er hverju sinni.
Það væri frábært ef að menn gætu gert þetta meðvitað og menn vissu fyrir víst hvað myndi gerast ef að þeir myndu beita ákveðinni svörun…