Að ráða sínum eigin draumum
en maður ræður ekki draumunum sínum..
þetta las ég í grein hér á /dulspeki og ætlaði að segja að ég er ekki alveg sammála þarna.

Samkvæmt Lifandi Vísindi áttu að geta ráðið hverju þú dreymir.
Það fyrsta sem að þú þarft að gera er að einbeita þér hrikalega vel að hverju sem þú vilt dreyma áður en að þú sofnar.
Hugsa stíft um sömu hugsunina t.d að fljúga, þá ímyndarðu þér að þú sért að fljúga alveg þangað til að þú sofnar.
Og þegar að ég segi einbeita sér að því þá er ég að meina að einbeita sér mjög vel, ekki bara rétt að hugsa um það og síðan byrja að hugsa um næsta hlut.

Nú, það næsta sem að þú þarft að gera er að stilla vekjaraklukkuna 2 tímum fyrr en þú ætlaðir þér að vakna og reyna eins og þú mögulega getur að rifja upp hvað þig dreymdi, það er mælt með að taka sér viku eða meira í þetta stig.

Samkvæmt Wikipedia stendur að til þess að ráða hverju maður dreymir verður þú að vita að þú ert að dreyma í draumnum, þá geturðu gert hvað sem að þú vilt í draumnum sjálfum með engum takmörkum, svo lengi sem að þú vaknir ekki.

Þriðja leiðin til þess að dreyma það sem að þú vilt er að fara þreitt/ur að sofa og vakna klukkan 5 um nóttina og hugsa um hvað þig dreymdi um í klukkutíma og fara síðan aftur að sofa.

Þar stendur líka að þú ert líklegri til þess að muna alveg hvað þú dreymdir ef að þú ert á mörkunum að vaka og sofa, hver hefur ekki upplifað að sofna fyrir framan sjónvarpið og vera hálfsofandi og dreyma eitthvað verulega raunverulegt.

Það er til önnur leið eftir Doctor Don Juan, hann segir að ef að þú horfir á hendurnar á þér áður en að þú ferð að sofa og segir við sjálfan þig, “Á eftir, þegar að mig dreymir mun ég horfa á sömu hendur og gera mér grein fyrir því að mig er að dreyma”.
Tilraunir voru gerðar og vísindamenn komust að því að maður er alltaf að hreyfa augun á meðan að maður sefur, þeir komust að því að augun hreifast í þá sömu átt og þú ert að horfa á í draumnum.