Ókei, hvað er Guð? Og hvar er hann??

Að mínu mati er guð óbeislað afl sem er samankomið í eina heild. Hann lætur samt ekki hlutina gerast, hann meira svona hjálpar þeim að gerast. Bætir alltaf einhverju við, einmitt því sem vantar! Og í raun ræður hann varla neinu nema það hverjir komast í náð hjá honum og hverjir ekki. Í rauninni ráðum við okkur sjálf. Ég á bágt með að trúa því að til sé helvíti og himnaríki en allavega tel ég að það séu einhverjir staðir fyrir utan jörð sem við förum til eftir dauðann.
En samt hef ég ávallt talið að ef það er til himnaríki og helvíti að þá hlyti jörðin að vera blanda af þessu tvennu! Sem sagt bæði í einu, því að í rauninni fáum við að kynnast bæði helvíti og himnaríki hér á jörðinni.

Svo er það eitt! Ef Guð er hérna hvar er hann þá?? Við þessa spurningu kemur mér aðeins eitt til hugar. Setningar úr myndinni Stigmata: “My kongdom is all around you. Not in the buildings of wood and stone. Lift a stone, and you will find me. Split a piece of wood and there I am.” Þetta á að vera tilvitnun í guðspjall sem á að hafa fundist ekki alls fyrir löngu. Og þetta guðspjall á víst að vera skrifað “með” orðum Jesús Krists sjálfs.
En því miður hefur kirkjunefndin í Páfagarðinum í Róm afneitað þessu guðspjalli! Sem að mínu mati er algjörlega rangt hjá þeim. Þetta gætu verið svik og prettir en einnig heilagur sannleikur! Spurningin er: hvað er hið rétta??