Mig langar aðeins að tala um það sem líkt er með wiccan og LaVey satanisma frá mínu sjónarhorni.

Ath. Að ég er hvorki wiccan-fylgjandi né LaVey satanisti.


Wiccan, allavega eins og þeir wiccanfylgjendur sem ég þekki hafa sýnt fram á, er að mínu mati lægsta form trúarbragða.

Hefðbundnir (eða þeir sem ég hef komist í kynni við) wiccan fylgjendur taka “svölustu” guðina úr öðrum trúarbrögðum og gera þá að sínum. Þeir rækta ekkert samband við þá, heldur kaupa einhver bölvuð kerti á 200 kall í Tiger, kveikja á þeim fljótandi inni á baði, babla eitthvað sem þau lærðu í kristinfræði, nema bara um sinn uppáhaldsguð, og biðja svo um peninga/10 í öllum prófum/ eða að “gg sæti gaurinn verði hrifinn af mér”.

Þvílík óvirðing við upphaflegu trúarbrögðin!

Hvurslags eiginlega athyglissýki sem þetta er, þá eru þetta í langflestum tilvikum (enn og aftur sem ÉG hef séð), bölvaðar “goth” stelpur sem vantar athygli. Vinsamlegast bendið mér strax á mistök mín, ef að þið virkilega þekkið einhvern persónulega yfir 25 ára sem iðkar þetta.

Mín skoðun á Wiccan er að það er veiklynd “trú” sem stefnir aðallega á að féfletta heimskar gelgjur.

Þá kem ég að LaVey satanisma.

Hann (frá mínu sjónarhorni) er í megindráttum alveg eins og wicca, nema að það er fyrirfram búið að ákveða guð fyrir þig. LaVey satanistar segjast í rauninni ekki tilbiðja satan, heldur sjálfan sig. Ég hef meira að segja talað við einn slíkann, og samræðurnar fóru einhvernveginn svona;

“Ertu satanisti?”
“Já”
“Tilbiðurðu þá djöfulinn/lúsífer?”
“Nei”
“Hvað gerirðu þá?”
“Tilbið sjálfan mig, því að ég er besti persónuleiki sem ég þekki”
“Ertu þá ekki í rauninni Egóisti?”
“Neinei ég er Satanisti”
“Hvernig geturðu sagt það, fyrst að trú þín tengist satan á engan máta?”
“Æi þú ert svo grunnhygginn :P verður bra að lesa bókina eða eitthvað”

Mér sýnist á öllu að LaVey satanismi sé ekkert nema auðveld leið til að fá athygli og “dissa” foreldra sína.

Það eru til alvöru djöfladýrkendur/MLO fylgjendur þarna úti, og LaVey satanismi er ákaflega móðgandi fyrir þá sem eru ekki reiðubúnir að fórna neinu til að geta kallað sig satanista.

Ég veit að þessi grein fer fyrir brjóstið á mörgum, en mér er alveg sama, þið móðguðuð mig fyrst. Mér er alveg sama þó að þið séuð ósammála mér, en endilega svarið þessari grein ef ykkur langar. Mig langar að enda hana á tilvitnun:

“True Satanism is dark, dangerous, strengthening, pleasurable, sinister, illuminating, liberating, deadly, beautiful, awe-inspiring, evolutionary, revolutionary, mighty and elitic.”
Vó hvar er ég?