Það er verið að fara að sýna myndina Særingarmanninn (Exorcyst)aftur í bíó. Ekki bara þá upprunalegu heldur “directors cut” sem sýnir þau atriði sem áður voru klippt út. Upprunalega myndin kom held ég út 1981. OK þeir sem ekki hafa séð myndina en ætla að sjá hana (ég vara ykkur við: hún er alls ekki fyrir börn né viðkvæmar sálir) en allavega þá ráðlegg ég þeim að hætta að lesa núna ef þeir vilja ekki að ég spilli fyrir þeim myndina (og mig langar ekki til að spilla fyrir þeim myndina).

Hún er sögð vera sannsöguleg og ég trúi því þar sem að Það eru til ritaðar sannannir fyrir þessum atburði. Hinns vegar er hún (auðvitað) ýkt fyrir áhorfið en engu að síður var atburðurinn sjálfur yfirþyrmandi (eflaust). Einnig eru til heimildir fyrir því að fleir slík atvik hafi átt sér stað. (sjúkraskýrslur á geðspítulum sem og frásagnir presta og guðfræðinga). Í flestum þeim tilfellum áttu andaglös, blóðmaría, dóp og/eða þungarokk í hlut.

1. Hefur e-r skoðannir á því hvort andaglös og blóðmaría geti orðið til þess að illur andi taki yfir líkama manns?
2. Eru fleiri en ég sem gátu ekki sofið í viku eftir að hafa s+eð myndina.
3. Getur einhver sagt mér hvernig á að gera íslenskar gæsalappir á tölvunni?