Ég vaknaði.. klukkan var eflaust um hádegi en ég gat ekki hreyft mig. Ég reyndi að tala en gat það ekki, reyndi að hreyfa hendur og fætur en gat það ekki. Ég fór í panik, vissi ekkert hvað var að gerast.
Rúmið mitt snýr beint að hurðinni inn í herbergið og að einhverri ástæðu var hún opin, en bara smá.. nóg til að einhver gæti rétt svo troðið sér í gegn.
Af því að ég gat ekki hreyft mig voru augun mín föst á þessum opna part af hurðinni.
Herbergið mitt var rautt á litinn.. allt saman eins og það væri blóð út um alla veggi. Loftið var fljótandi inní herberginu með fljólumbláum keim, dimmt, en ég sá þetta bara útundan mér þar sem að augun mín voru föst á sama stað.
Síðan allt í einu byrja ég að heyra mjög hátt hljóð.. svona eins og öskur sem að nálgaðist en ég gat ekki greint hvort að það væri að segja mér eikkvað. það kom nær og nær þangað til að einhver svört vera, sem að var augljóslega að gefa þessi hljóð frá sér skaust framhjá rifunni á hurðinni. Ég varð mjög hrædd en gat ekki sama hvað ég reyndi lokað augunum eða hreyft mig.
Hljóðið dofnaði aftur eins og hún væri nú langt í burtu en magnaðist síðan aftur upp þangaði til að svarta veran skaust aftur framhjá rifunni.
Eftir smá bið kom svo svarta veran í dyrnar og starði fast á mig. Núna heyrði ég hljóðið hærra en áður og ég varð hræddari heldur en ég hafði nokkurn tíman verið.
Eftir að veran hafði staðið þarna í smástund og öskrað eikkvað á mig byrjaði hún að loka dyrunum hægt og hægt þangað til að þær skullu lokaðar með miklum havaða. Um leið og þetta gerðist hrökk ég upp. Ég gat hreyft mig aftur og herbergið mitt var aftur orðið grænt á ltinn, og bjart, eins og það átti að vera.

Þetta var ein óhugnarlegasta reynsla sem ég hef upplifað.. Ég hafði ekki hugmynd að þetta gæti komið fyrir svo að þegar ég vaknaði var ég ennþá jafn hrædd og ég hafði verið í “ástandinu”.
Ég spratt á fætur úr rúminu og hljóp fram. Ég sá mömmu vera að labba niður stigann og þegar hún heyrði í mér koma fram sneri hún sér við undrandi og spurði hvort ég væri vöknuð.

Ég vildi ólm vita hvernig þessi atburðarás hafði getað spunnist svona upp fyrir mér og reyndi að spurjast fyrir um af hverju dyrnar voru opnar inní herbergið mitt og annað.

Þetta var það sem ég komst að:

Kærastinn minn hafði farið í vinnuna um morgunninn og skilið rifu opna á dyrunum af því að það var svo heitt inni, ég vaknaði ekki við það þegar hann fór.
Svo um hádegisleitið hafði mamma komið heim labbað upp framhjá herberginu mínu til að setja í þvottavélina, hún var að tala í símann. Síðan þá lagði hún þvottinn á vélina og labbaði aftur framjá herberginu mínu. Þarna var hún að segja bless í símann. Hún tók eftir því að hurðinn inn í herbergið mitt var opin og kom því í gættina til að athuga hvort ég væri vakandi. Hún kallaði nafnið mitt en ég svaraði ekki.. skrítið þar sem að ég var með opin augun og starði á hana. Eftir að hafa kallað nokkrum sinnum þá gafst hún upp og lokaði hurðinni þar sem ég var greynilega sofandi.
Þarna vakna ég. Svarta veran sem ég sá var þá augljóslega mamma og hávaðin röddin í henni að tala í símann sem að magnaðist svo upp þegar hún kom í gættina og kallaði á mig. Sem sagt í þessu ástandi sem að ég var í gat heilinn á mér eflaust ekki greint röddina í henni sem einhverskonar skilaboð til mín.
Þess vegna var hún svona undrandi þegar hún var að labba niður stigan að ég skuli hafa sprottið upp og komið fram á eftir henni.


Spes reynsla.. vona að þetta komi aldrei fyrir mig aftur..