Þetta er sönn saga sem er að finna í bókinni “Hulinn Heimur” sem gefin var út 1966.
Í bókinni “Hulinn heimur” er fullt af sögum sem ekki hefur tekist að útskýra:

Draumur bjargar mannslífi
Börnin horfnu
Þorpið auða
Fótspör Kölska
Mannslaust loftskip
Hurkos sér allt
Engin gröf skal halda mér

og fullt fullt af fleirum sögum


“Telpan fullyrti að hún hefði lifað áður, og vantrúaðir vísindamennirnir, sem prófuðu hana, urðu að gefast upp - saga hennar var slík, að þeir gátu hvorki hrakið hana inn í ramma vísindaleggrar þekkingar sinnar.
Shanti Davi var fædd í Delhi árið 1926. Foreldrar hennar voru sæmilega efna miðstéttarfólk. Fæðing Shanti Davi var á allan hátt eðlileg og ekkert benti til þess, sem í vændumvar.
Strax í bernsku olli framkoma Shanti móður hennar áhuggjum. Barnið fór einförum og talaði stöðugt um sjálfa sig, rins og hæun væri umkringd mörgu fólki. Þegar Shanti var orðin sjö ára töldu foreldrar hennar fullvíst að hún væri ekki andlega heilbrigð. Það var um það leyti, sem hún byrjaði að segja foreldrum sínum , að hún hefði lifað áður og átt heima í þorpi, sem hét Muttra. Hún lýsti nákvæmlega fyrir þeimm húsinu, sem hún bjó í.
Foreldrarnir voru ákaflega áhyggjufullir og fóru með barnið til geðlæknis. Shanti Davi sagði honum sömu söguna og hún hafði sagt foreldrum sínum. Læknirinn spurði hana margvíslegra spurninga og komst að þeirri niðurstöðu, að Shanti Davi væri vel greind og alls ekki geðveik. Hann sagði foreldrum hennar að skrifa niður allt, sem hún segði um fyrri tilveru sínam og ef hún héldi fast við sögu sína skyldu þau koma með hana aftur til frekari rannsóknar.
Shanti Davi breytti aldrei sögu sinni og foreldrar hennar voru hætt að undrast yfir því, sem hún sagði þeim. Þau voru þess fullviss, þrátt fyrir orð læknisins, að dóttir þeirra væri rugluð. Hún sagðist heita Ludgi, verið gift og átt þrjú börn, sem hún nafngreindi.
Kvöld eitt, þegar Shanti var orðin níu ára gömul, var barið að dyrum á húsi foreldra hennar. Stúlkan fór til dyra, en þegar henni dvaldist fór móðir hennar fram á eftir henni. Ókunnugur maður stóð við dyrnar og Shanti starði stórum augum og sagði: ,,Mamma, þetta er frændi mannsins míns. Hann átti heima í nágrenni við okkur í Muttra”
Maðurinn átti heima í Muttra, en var staddur í Delhi til að ræða viðskipti við föður Shanti. Hann sagðist eiga frænda í Muttra, sem hafði misst konu sína, Ludge, er hún lést af barnsförum að þriðja barni þeirra hjóna. Hann bauðst til að koma með frænda sinn í heimsókn, svo að þau gætu gengið úr skugga um, hvort Shanti þekkti hann. Foreldrarnir tóku boði hans og var þessu öllu haldið vandlega leyndu fyrir Shanti.
En um leið og hún sá manninn kastaði hún sér í fang hans og grét, kallaði hann eiginmann sinn og talaði um, að loksins væri hann kominn aftur til hennar. Hún var í ákafri geðshræringu.
Maðurinn, sem Shanti kallaði eiginmann sinn, fór með foreldrum hennar til stjórnarvaldanna, og þar sögðu þau alla þessa undarlega sögu. Ríkistjórnin skipaði sérstaka nefnd vísindamanna til að komast til botns í þessu máli, sem faið var að vekja mikla athygli.
Var Shanti Davi endurholdgun Ludge?
Vísindamennirnir fóru með Shanti Davi til Muttra.
Þegar hún kom út úr lestinni benti hún strax á móður og bróður ,,mannsins síns” , sem stóðu á járnbrautarstöðinni innan um fjölda fólks. Hún ræddi við þau á þeirri eigin mállýsku, enda þótt foreldrar hennar hefðu aldrei kennt henni annað mál en Hindustani.
Vísindamennirnir voru furðu lostnir. Nú bundu þeir fyrir augun á stúlkunni og settu hana upp í vagn. Hiklaust og ákveðið sagði hún ökumanninum hvert hann ætti að aka, og á meðan á ferðinni stóð lýsti hún ýmsun kennileitum, sem á vegi þeirra urðu. Loks komu þau að þröngum stíg, þá skipaði hún ökumanninum að stansa og sagði ,,Hér átti ég heima.”
Þegar bindið var tekið frá augum hennar sá hún gamlan mann, sem sat fyrir utan húgið og reykti. ,,Þessi maður var tengdafaðir minn, “ sagði hún. Reyndar hafði gamli maðurinn verið tengdafaðir Ludgi. Hún þekkti strax tvö eldri börnin, en ekki það yngsta, en fæðing þess hafði kostað Ludgi lífið, eins og áður er sagt.
Vísindamennirnir sögðust vera fullvissir, að engin brögð hefði verið höfð í frammi af hálfu telpunnar né annarra, sem við sögu komu – aftur á móti sögðust þeir alls ekki geta útskýrt það, sem þeir höfðu séð og heyrt.
Saga Shanti er í smáatriðum skráð og geymd í skjalasafni ríkisins. Sjálf lifir hún kyrrlátu lífu og starfar á vegum ríkisstjórnarinnar.
Árið 1958 sagði hún í blaðarviðtali, að sér hefði tekist að aðlaga sig kringumstæðum sínum og sætta sig við tilveru sína og vinna bug á söknuði sæinum og þrá eftir sínu fyrra lífi.”


Í bókinni ”Hulinn heimur" er fullt af sögum sem ekki hefur teksit að útskýra:

Draumur bjargar mannslífi
Börnin horfnu
Þorpið auða
Fótspör Kölska
Mannslaust loftskip
Hurkos sér allt
Engin gröf skal halda mér

og fullt fullt af fleirum sögum