Ég get ekki orða bundist, mér finnst að stór hluti þeirra sem eru að gefa álit sitt á greinum, sem skrifaðar eru hér, hafi annað hvort lítin eða engan áhuga á Dulspeki, eða enga þekkingu á málaflokknum, þeir sem til þekkja, hafa lært að bera virðingu fyrir skoðunum og reynslu annara. Við getum ekki afneitað atburðum, sem sem aðrir hafa reynt, en geta ekki fært sönnur á. Það er góð regla, að trúa engu nema því sem maður hefur reynt sjálfur, en afneita engu. Dulspeki snýst um það að leita svara við hinum ýmsu fyrirbrigðum og atburðum, sem orðið hafa í okkar lífi og annara. Umræðan þarf að vera málefnaleg, það er hægt, þó menn blandi inn í hana humor, (humor er ekki það sama og bull).
Við skulum bera virðingu fyrir þeim sem eru að leita svara við draumum sýnum, því að draumar eru, að ég held, oftast sterkastir þegar tilfinningasviðið hjá fólki er ekki í jafnvægi.
Mér finnst að sumir sem skrifa hér, séu vel lesnir, en mættu nota svolítið eigið innsæi, og velta fyrir sér hlutunum og leita eigin svara,og mynda sér skoðun út frá því, og koma á framfæri.
Þá held ég að umræðan verði skemmtilegri, og það verði fleiri sem taki þátt í henni.