Þegar ég var eitthvað um 12 ára dreymdi mig að ég væri stödd í Keflavíkur kirkju. Það var mjög dimmt og drungalegt þarna inni. Ég var mjög hrædd. Sigfús prestur var þarna að reyna að róa mig eitthvað niður. Eftir smá tíma kemur frændi minn labbandi inn í kirkjuna. Hann heitir Sigurjón. Hann lagði hendurnar sínar á axlirnar á mér og sagði við mig “Katrín, vertu róleg, það eru 32 dánir hérna fyrir utan en þú átt bara 3 af þeim.”
Við þessi orð hrökk ég upp.
Seinna fann ég það út að það myndu þrír deyja í fjöldyldunni minni, þeim megin sem Sigurjón er, og sá þriðji yrði jarðaður í 32. jarðaförinni í keflavíkurkirkju, það árið og Sigfús myndi jarðsyngja hann. Þetta stóðst allt.

Árið 2002 hvarf maður í Reykjavík og það var hafin stór leyt af honum á Reykjanesinu. Eina nóttina dreymdi mér að ég væri stödd rétt hjá Grindavík. Ég gekk að einni sprungu í jarðveginum. Ég leit ofaní hana og fann lík þar. Þetta var líkið af manninum sem var verið að leyta af.
Daginn eftir sá ég í fréttunum að lík mannsins hafi fundist um morguninn. Og það fannst á þeim stað þar sem mig dreymdi að ég hafi fundið það.

Árið 2004 í desember mánuði, dreymdi mig systir ömmu minnar sem er farin yfir móðuna miklu., hún dó 6.janúar 2001. ég man ekki mikið eftir drauminum, eina sem ég man er að hún var í honum og var eitthvað að tala um töluna 20.
Það árið dó langa amma mín 26.Janúar 2005. Ég tel að Guðbjörg frænka hafi verið að láta mig vita hvernær amma mín myndi fara frá okkur.

Einnig dreymir mér oft að langa amma mín sé komin til mín. Hún er í draumnum eins og ég man eftir henni þegar hún var sem hressust. Oft er hún að gefa mér einhver ráð í sambandi við lífið hjá mér. Og í einum draumnum var hún að tala um hversu ánægð hún væri yfir því að allt gengi vel hjá mér núna, og í hversu miklu jafnvægi ég væri andlega. Í þessum draumum tala ég við ömmu eins og ég gerði þegar áður en hún fór á elliheimilið.
Einnig kemur Guðbjörg frænka oft með ömmu í draumunum og þá tala ég líka við hana eins og ég gerði alltaf. Þær eru í draumunum bara alveg eins og þegar þær voru lifandi.