Hafið þið stundum pælt í því hvað það er sem lætur okkur lifa. Sem fær hjartað til að slá, heilann til að hugsa (að minnsta kosti hjá sumum,) og okkur sjálf til að anda?? Ég meina þetta hlýtur að vera voðalega flókið, það sem fær okkur til að anda, ganga, hlaupa og hlæja. Vísindamenn í dag eru ekki búnir að finna út hvað það er sem fær okkur til að hlæja. Ef maður fer að hugsa um það er lífið stórkostlegt og það furðulegasta og margbrotnasta af því sem til er í heiminum, en við lítum á það sem sjálfsagðan hlut.