Tilgangur lífsins… ég meina það hlýtur að vera einhver tilgangur í því að við erum til, annars værum við ekki til. Kannski plöntuðu geimverur okkur á plánetuna til að sjá hvernig okkur gengi að lifa, kannski þróuðumst við frá apa eða fiski, kannski veifaði einhver guðinn hendinni og bjó okkur til af því að honum fannst það svo gaman, en afhverju??? Afhverju voru geimverurnar að láta okkur hingað?? Afhverju tók fiskurinn eða apinn upp á því að fara að þróast?? Afhverju langaði einhvern guðinn að skapa okkur??
Eiga mennirnir að gera eitthvað annað en að þróast og fara á tunglið og finna upp allskonar uppfinningar? Það hlýtur að vera eitthvað…