Forskeytið erki- þýðir stjórnandi eða höfuð-, sbr. erkibiskup. Talið er að Gyðingar hafi lært um erkienglana af Babýlóníumönnum meðan þeir voru þar í útlegð en þaðan er nöfn erkienglanna upprunnin. Kristnin og Íslam tók þessa trú í arfleifð frá Gyðingum. Sumir eru þekktir undir fleiri en einu nafni en í kristinni trú er Gabríel, Mikjáll og Rafael oftast nefndir. Stundum er litið á Satan sem fallin erkiengil en það á í raun við Lúsifer sem er “æðri” honum.

Erkienglar vinna óþrjótandi að framgangi sköpunarverksins. Þeim er skipt í sjö höfuðdeildir eða ljósgeisla. Yfir sérhverjum geisla ríkir erkiengill og hefur hann englasveitir í þjónustu sinni. Hver erkiengill á sér “betri helming”, eins og við mennirnir, sem nefnist tvíburalogi hans (e. Twin flame eða archaei). Þeir eru leiðarar fyrir ljósgeislann sem þeir þjóna sem hefur jákvætt (karllægt - plús) og neikvætt (kvenlægt - mínus) skaut. Erkienglaparið vinnur saman sem ein órofa heild. Verksvið þeirra spannar allan heiminn. Þeir geisla frá sér og viðhalda ljósorkunni til lífheima mannanna, englanna og náttúruandanna. Þeim er einnig lýst sem byggingameisturum sem móta og framkvæma hina guðlegu áætlun. Þeir koma frá innri (andlegum) kjarna sólarinnar. Þeir voru til milljónum árum fyrir komu mannanna (sjá Job 38.7). Þeir eru sagðir hafa verið fyrstu kennararnir okkar á andlegu brautinni. Erkienglarnir hafa lækningamátt til að græða líkama okkar og sál. Hver ljósgeisli sem erkiengill þjónar samsvarar ákveðinni orkustöð í inni gerð mannsins (sjá grein á þessum vef (www.hugi.is/dulspeki) um orkustöðvarnar eftir hbraga). Þeir eru fulltrúar fyrir ákveðnar megindyggðir og kenndir sem þeir hafa fullkomlega á valdi sínu.

Aðalheimild:
http://www.tsl.org/Angels/Archangels.asp


Erkienglarnir Mikjáll og Trú (Faith)

Erkiengillinn Mikjáll er oft nefndur prinsinn á meðal erkiengla þar sem hann er fremstur á meðal jafningja sem allir erkienglar og englasveitir lúta. Nafn hans þýðir “sá sem er eins og Guð”. Þessi mikilsverði sendiboði Guðs er virtasti og dáðasti engillinn í ritningum gyðinga, kristinna manna og múslíma. Í GT var hann verndari Ísraelsríkis (Dan 10.13,21; 12.1). Hann birtist Móse sem engill Drottins í eldloga (2M 3.1-30). Hann leiddi Ísraelsmenn í gegnum óbyggðirnar (2M ). Hann birtist Jósúa með brugðið sverð og fór fyrir hersveitum Drottins í baráttunni um Jeríkó (Jos 5.13-15), engillinn sem glímdi við Jakob (1M 32.24-29). og bjargaði gyðingastrákunum þremur úr eldsofni Nebúkadnesar (Dn). Hans er getið í Daníelsbók og Opinberunarbókinni sem foringi hersveitanna í baráttunni við hina föllnu engla á efstu dögum og hann varpaði þeim niður til jarðar í byrjun sköpunarinnar. Hans er getið í frumsöfnuðum kristinna manna fyrir að lækna sjúka. Hann gaf Jóhönnu af Örk köllun til að frelsa Frakkland. Í katólskum sið er hann dýrkaður sem verndari trúarinnar og velunnari kirkjunnar. Hann var einnig verndardýrlingur riddarareglnanna á miðöldum og nú lögreglunnar. Í Þýskalandi var hann látinn koma í staðinn fyrir dýrkun á Óðni, goði ásatrúarmanna. Minningardagar hans eru aðallega tveir, 8. maí og 29. September.

Mikjáll fullnægir réttlæti Guðs gegn illsku heimsins. Miðstöð hans á andlega (eteríska) sviðinu er nálægt borginni Banff í Alberta sem er í Kanada. Þaðan geysist hann með bláu englaskörum sínum nótt sem nýtan dag í baráttunni gegn öllu illu. Mikjáll færir sálirnar til dóms sem er táknað með metaskálum á myndum hans. Í fórn-grískri og rómverskri trú fóru guðirnir Hermes og Merkúr með þetta hlutverk. Hann verndar innra ljós mannanna þar til þeir hafa stigið upp til himna. Það er táknað með lúðrinum sem hann gjellur í við upprisuna. Mikjáll leysir lífverur úr viðjum í hertygjum vopnaður skildi og sverði bláa logans (skyldi hann vera fyrirmynd Loga geimgengils í Star Trek?).

Mikjáll og maki hans Trú þjóna bláa ljósgeislanum sem er sá fyrsti af sjö. Þau hjálpa okkur við að hreinsa og styrkja hálsorkustöðina (sem er blá) og ná tökum á eiginleikum hennar. Blái loginn veitir okkur andlega og líkamlega vernd og er mikilsverður eiginleiki til réttrar beitingar á valdi og stjórnun. Hann er einnig nauðsynlegur þáttur til að öðlast sjálfsöryggi og trú og finna Guðs vilja, tilgang og fullkomnun sálarinnar. Sé maður í háska staddur eða í sálarnauð hefur reynst heilladrjúpt að hrópa á Mikjál upphátt eða í hljóði. Það styrkir sambandið við Mikjáls sé hann ákallaður reglulega. Þessi regla á við alla trúariðkun sem og aðra þjálfun.

Aðalheimild:
http://www.tsl.org/Angels/MichaelandFaith.asp


Erkienglarnir Jófíel og Kristín

Jófíel þýðir ‘fegurð Guðs’. Jófíel og Kristín þjóna á öðrum ljósgeislanum sem er gulur litur visku og uppljómunar. Þessir eiginleikar hafa einkum verið ræktaðir í austrænum trúarbrögðum og má þar nefna vitringa á borð við Búddha, Lao Tse og Konfúsíus. Þessu er að þakka hversu lengi Kína var hámenningarríki til forna. Englar á gula ljósgeislanum vinna með heimsfræðurunum Jesú og Kúthúmi við að upplýsa mannkynið um lögmál heimsins. Jófíel og Kristín örva innra ljós mannanna og vekja hjá þeim löngun til andlegs lífs og hugljómunar. Náðargáfur sem þau veita er viska, innsæi, fegurðarskyn, skilningur, innblástur, þekking og skýrleiki sem eru eiginleikar tengdir við krónuorkustöðina. Hann tengist æðra sjálfi mannsins.

Jófíel er sagður vera engill Paradísar sem rak Adam og Evu á brott þaðan eftir að þau borðuðu forboðna eplið. Hann er verndardýrlingur listamanna.

Gott er að heita á Jófíel og Kristín til þekkingaröflunar og námsaðstoðar, t.d. fyrir próf. Þau veita einnig aðstoð gegn fíkn, fávisku, hroka og þröngsýni. Einnig er gott að heita á hann til að fletta ofan af rangindum yfirvalda, fyrirtækja, félaga og einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins. Hann veitir einnig aðstoð gegn mengun og hreinsun jarðarinnar. Helsti eiginleiki tvíburaloga hans Kristínar er stöðugleiki (Constance). Athvarf þeirra er í Lanchov norðan við Mið-Kína.

Aðalheimild:
http://www.tsl.org/Angels/JophielandChristine.asp


Erkienglarnir Samúel og Karítas (Kærleikur)

Samúel og Karítas þjóna á þriðja ljósgeislanum sem er rauðgulur. Nafn Samúels þýðir ‘sá sem leitar Guðs’. Hans var minnst sem þess er ruglaði tungum Babýlóníumanna sem byggðu Babelsturninn (1M 11.9) og hughreysti Jesú í Getsemanegarðinum nóttina fyrir krossfestinguna (Lk 22.43).

Til saman birta þessir erkienglar föður og móður kærleika Guðs til allrar sköpunarinnar. Þau styrkja hjartaorkustöðina í mönnum með því að örva góðvild, þakklæti, tilbeiðslu, kærleik og samúðarkennd og sinna og líkna hjartans málum. Þau undirbúa manninn fyrir meðtöku heilags anda. Þau er gott að heita á til að efla hluttekningu og miskunnsemi, bæta samskipti og skilning á milli manna, fá huggun við ástvinamissi, gefa af sjálfum sér og sköpun fegurðar í listum. Einnig er gott að hafa þau innan handar til að “finna betri helming sinn” (þann eina rétta) og létta undir með daglegum störfum, vernd gegn illgirni, slúðri og misskilningi. Opna fyrir ný vináttusambönd og tengsl og eyða sjálfselsku. Þau geta veitt hjálp við starfsleit, finna týnda hluti eða bara bílastæði, bæta sjálfsmyndina og samskipti á milli ólíkra kynþátta og minnihlutahópa. Athvarf þeirra er yfir St. Louis í Missouri, Bandaríkjunum.

Aðalheimild:
http://www.tsl.org/Angels/ChamuelandCharity.asp


Erkienglarnir Gabríel og Von

Gabríel þýðir ‘Guð er minn styrkur’ eða ‘guðsmaður’. Gabríel og Von þjóna á fjórða ljósgeisla sem er hvítur litur hreinleikans og upprisunnar. Þau varðveita sem sagt hreinleika sálarinnar og fyrirætlana Guðs.

Múslímar trúa því að Gabríel hafi verið lærifaðir spámannanna og opinberað Kóraninn fyrir Múhameð. Einnig er hann nefndur í Bahaítrú. Gabríel túlkaði fyrir spámanninum Daníel sýnir sínar (Dan 8.15-26). Einnig boðaði hann fyrir honum frelsun Gyðinga úr ánauðinni í Babýlon (Dan 9.20-27). Í Lúkarsarguðspjalli boðar hann Sakaríasi fæðingu Jóhannesar skírara (1.11-20). Sex mánuðum síðar birtist Gabríel Maríu og tilkynnir henni að hún verði móðir sonar Guðs (1.26-38). Hann bauð Jósef og Maríu að flýja með Jesúbarnið til Egyptalands (Mt 2.13). Hann valt steininum frá grafarmunna Jesú að morgni uppstigningadags (Mt 28.2). Þannig ryður hann steini úr vegi sérhvers manns fyrir upprisuna. Hann er oft sýndur með lúður í hendi til að kynna fagnaðarboðskapinn um upprisu sálarinnar þegar hann kallar á sérhverja sál heim til sameiningar við guðdóminn. Hér er mikið verk að vinna “því uppskeran er mikil, en verkamenn fáir” (Mt 9.37). Gabríels er minnst á Mikjálsmessu 29. Mars.

Ljósorka hans og Vonar tengist mænurótarstöðinni og eiginleikum hennar, það er hreinleiki, skipulag og agi, von og gleði. Sköpunarkrafturinn (kula kundalini) á rætur í mænurótarorkustöðinni. Þegar hreinlyndi er ástundað rís orkustraumurinn upp í gegnum orkustöðvarnar þar til að hann nær krónuorkustöðinni og upprisunni hefur verið náð. Gabríel og englar hans stjórna þessum ferli sem er æðsta köllun sérhvers manns. Þeir hjálpa mönnum að skilja og inna af hendi lífsköllun sína. Þeir hjálpa mönnum að muna hvað þeim ber að gera til að koma fyrirætlunum í verk og hitta rétta fólkið til þess. Gabríel blessar verðandi mæður og hjálpar foreldrunum ásamt englum sínum að skapa ákjósanleg skilyrði fyrir barnið svo barnið geti nýtt sem best hæfileika sem það hefur hlotið í vöggugjöf. Þeir aðstoða einnig við að leysa fyrirstöður eins og vonbrigði, úrtölur, fjárskort og ráðaleysi. Þeir greiða götur manna í daglegu lífi og koma lagi á hugsanir og tilfinningar til að menn geti beint sér að æðri köllun sinni. Í stærra samhengi aðstoðar hann við að skipuleggja friðarsamkomur, líkna og dreifa matvælum við hamfarir og svo framvegis. Ein leið til að fá leiðsögn Gabríels er að biðja hann og engla hans að birta sér svar í draumi.

Von, maki Gabríels, glæðir hjá mannkyninu von þegar allt um þrýtur. Eftirvænting, fjör, léttleiki og eldmóður eru kenndir sem Von vekur hjá mönnum. Með sérhverjum býr vonarneisti sem er hvatning á leið til ljóssins.

Athvarf Gabríels og Vonar er á milli Sacramento og Mount Shasta í Kaliforníu. Þau þjóna einnig með Jesú og móður Maríu í athvarfi uppstigningarinnar yfir landinu helga og meistaranum Serafis Bey í athvarfi upprisunnar í Lúxor í Egyptalandi. Serafímar tengjast einnig þessu starfi í athvarfi upprisunnar.

Aðalheimild:
http://www.tsl.org/Angels/GabrielandHope.asp


Erkienglarnir Rafael og María guðsmóðir

Sjá 3. Hluta.


Erkienglarnir Úríel og Áróra

Nafn Úríels þýðir ‘ljós/eldur Guðs’ eða ‘Guð er minn eldur’. Í 2. Esrabók, apókrýfubók Gyðinga er hann nefndur erkiengill frelsunarinnar sem lauk upp leyndardómum lífsins og tilverunnar fyrir Esra. Í Enoksbók (psevdoepígrískt rit) varaði hann Nóa við flóðinu og kenndi honum hvernig hann ætti að bjarga sér og sínum. Hann er sagður hafa komið Adam og Evu, Abraham og Móse að liði, verið engill dauðans í plágunum miklu í Egyptalandi, bjargað Jerúsalem undan Assyríumönnum og fleira. Sumir segja að hann hafi háð glímuna við Jakob (1M 32; sjá einnig Gabríel hér að ofan). Hann er sagður hafa gefið mönnunm Kabala sem er talnaspeki og dulspekileg túlkun á lögmálsbókum gyðinga. Hann er þekktur sem engill dómsdags, þruma og jarðskjálfta. Hans er minnst 29. September, þ.e. á Mikjálsmessu og allra engla.

Úríel og Áróra þjóna á purpurarauða og gyllta ljósgeislanum sem tengist sólarorkustöðinni (sólar plexus). Sjötti ljósgeislinn stendur fyrir prestþjónustu og aðhlynningu, frið, bræðralag, upprisu og guðlegan dóm gegn öllu illu. Helstu eiginleikar Úríels er innri friður og kyrrð andans. Hann leysir úr sálarhnútum sem ótti og angist skapa og endurnýjar brostnar vonir. Á hann er gott að heita til að finna friðsamlega lausn á samskiptamálum í einkalífi eða á opinberum vettvangi. Hann skapar ákjósanlegar aðstæður til að efla megi sköpunargáfu og þroska; hann veitir heilbrigðisstéttum, ráðgjöfum, kennurum, dómurum og öðrum þjónustustéttum aðstoð og innblástur. Í stærra samhengi aðstoðar hann við að koma á friði og ná sáttum í stríði, efla bræðralag og skilning. Hann tryggir guðlegt réttlæti í dómsmálum og á meðal þjóða.

Auróra, tvíburalogi hans, er birting náðarinnar og heimsmóðir englanna á hliðstæðan hátt og María á meðal mannkynsins. Athvarf þeirra er við Tatra fjöllin sunnar við Krakóv í Póllandi.

Aðalheimild:
http://www.tsl.org/Angels/UrielandAurora.asp


Erkienglarnir Sadkíel og Ametyst

Nafn Sadkíels þýðir réttlæti Guðs. Sadkíel og Ametyst þjóna á fjólubláa sviði sjöunda ljósgeislans sem tengdur er við kviðarholsorkustöðina og komandi öld Vatnsberans. Þessir erkienglar færa okkur kyndil frelsis, gleði, fyrirgefningar, ummyndunar, endurnýjunar og réttlætis sem við öðlumst með því að beita fjólubláa loganum með íhugun og áköllum. Með reglulegri notkun fjólubláa loganum er maðurinn móttækilegri fyrir þeirri hjálp og blessun sem englarnir geta veitt. Það er raunar forsendan fyrir að gullöld Vatnsberaaldarinnar geti gengið í garð. Áður fyrr var notkun hans einkum einskorðuð við leynireglur. Til frekari skýringar skal lesesndum bent á grein hbraga á þessum vef sem nefnist ‘St. Germain, meistari fjólubláa logans og Vatnsberaaldarinnar’ (smella verður á ‘eldra efni’ á valstikunni yfir efstu greininni á www.hugi.is/dulspeki ). Ýmsir helstra andlegra leiðtoga mannkynsins í gegnum aldirnar hafa fengið innri þjálfun í búðum Zadkíels sem er yfir Kúbu. Nafn tvíburaloga Sadkíel, Ametyst, er einnig nafn yfir kristal sem magnar og leiðir orku fjólubláa ljósgeislans.


Verkefni fyrir lesendur:

Fróðlegt væri ef lesendur sem teldu sig hafa orðið aðnjótandi englaverndar og handleiðslu í háska og áföllum, eða annarrar reynslu sem þeir rekja til engla, myndu deila því með okkur hinum!


Aðrar heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/Angel
Biblían. Heilög ritning. Gamla testamentið og Nýja testamentið. Ný útgáfa, HÍB, Reykjavík, 1981.
Erkienglarnir Mikjáll, Gabríel, Rafael og Úríel í Hugvekjum séra Sigurðar Ægissonar, 25. September; 2. 9. 16. og 23. Október, Morgunblaðinu, 2005.
Fyrirlestrar á netinu um erkienglana eftir Elizabeth C. Prophet: http://www.tsl.org/tsln
http://naropa.cut.org/supress/open/base_open.asp?strSub=Ascended+Masters&strType=Detail&strCode=7100&mo=bs&epag
Mark and Elizabeth C. Prophet. Saint Germain on Alchemy. Formulas for Self-Transformation. Summit University Press. 1993.
http://www.newadvent.org/cathen/01476d.htm


Ýtarefni:

Anonymus: One hundred saints. [Textinn er fenginn úr riti Butlers: Lives of the saints.]
David Farmer: Oxford dictionary of saints.
Donald Attwater og Caterine Rachel John: The Penguin dictionary of saints.
Ýmsir: Encyclopedia of early Christianity.
George Ferguson: Signs and symbols in Christian art.
Gustav Davidson: A dictionary of angels.
James R. Lewis og Evelyn Dorothy Oliver: Angels A to Z.
Joan Comay og Ronald Brownrigg: Who’s who in the Bible.
John J. Delaney: Dictionary of saints.
Joseph Gaer: The lore of the New testament.
Joseph Gaer: The lore of the Old testament.
Joseph Vann (ritstjóri): Lives of saints.
Karl Sigurbjörnsson: Táknmál trúarinnar.
Malcolm Day: 100 saints. A treasury of their lives and times.
Merriam Webster’s encyclopedia of world religions
Rosemary Ellen Guiley: The encyclopedia of angels.