Hi there… ég fór áðan að sjá myndina The exorcism of Emily Rose (góð mynd ég mæli mjög mikið með henni) og þessi mynd er byggð á sannri sögu (sögu Anneliese Michel semsagt) Mér fannst þetta allt nú svolítið ýkt og by the way algjört rip off af the exorcist…hihi þarsem að mér drulluleiðist núna og hef mikin áhuga á svona yfirnáttúrulegar pælingar ákvað ég að “rannsaka” þetta pínu ;)
En eftir að afla mér upplýsingar um þetta allt saman þá er myndin engan vegin eins og “sanna” sagan…. dont believe everything u see :Þ en jamm skrifaði svona pínu frásögn um þetta allt :) enjoy

Anneliese Michel fæddist 21 september árið 1952 og lifði hamingjusömu lífi í Þýskalandi með fjölskyldunni sinni, foreldrum og þremur systrum. Fjölskyldan var kaþólsk og mjög strangtrúa.
En á einum degi árið 1968 breyttist lífið hennar, þegar hún fannst liggjandi á jörðinni titrandi og ófær um að stjórna sínum eigin líkama.
Á meðan þessu stóð var hún í háskóla langt frá foreldrum sínum, og gat þessvegna ekki náð til þeirra meðan á þessu stóð.
Læknir í háskólanum hennar greindi hana með “flogaveiki” eða Grand Grand Mal epilepsy, hún var sett í lyfjameðferð og reglulegar skoðanir hjá læknum í Psychiatric Clinic Wurzburg nálægt háskólanum hennar.
Brátt eftir að hún fékk þessi krampaköst byrjaði hún að sjá ofsjónarnir, hún sá m.a. djöfla og bara allskonar ímyndir sem að áttu að koma frá helvíti oftast þegar að hún tók tímann til að biðja í skólakirkjunni.
Raddir byrjuðu líka að ásækja hana, hún sagði að raddirnar mældu nafnið hennar og öskruðu “Anneliese mun brenna í helvíti” eða eins og ég held að það sé á þýsku “Anneliese wille eintopf in hölle”
Anneliese nefndi djöflana aðeins einu sinni við læknana, en auðvitað gátu læknarnir gert lítið nema sett hana á geðlyf.
Svo Anneliese byrjaði að missa trú á að lyf gætu einhvern vegin hjálpað henni.
Sumarið 1973 foreldrar Anneliese byrjuðu að hitta mismunandi kaþólska presta til að sækja um andsæringu en beiðni þeirra voru neituð og þeim var gefið ráð um að halda áfram lyfjameðferð og hafa hana á spítala. Biskup þurfti að gefa leyfi fyrir andsæringu og til að fá leyfi átti manneskjan að hafa sýnd eftirfarandi einkenni, hatur/skemmdaverk/fælni á kristnilega hluti svosem krossa, bíblíur og fleira, mælt mál sem að viðkomandi hefur ekki lært, og yfirnáttúrleg öfl.
Árið 1974 hafði lyfjameðferðin ekki ennþá hjálpað og Ernst Alt (prestur) annaðist hennar heima foreldrum sínum í Klingenberg og þar gerði hún(eða… ÞAÐ) allt vitlaust með að móðga, berja, bíta systur sínar og foreldra. Hún gat ekki borðað, hún sagði að djöflarnir inní henni bönnuðu henni að borða.
En hún fannst éta köngulær,flugur og kol og svaf alltaf á steingólfi og drakk sitt eigið þvag.
Fjölskyldan þurfti að lifa við það að heyra í öskrin hennar hoppandi um og rífandi af krossa af veggjum og skemma myndir af Jesús.
Hún reif af sér allar flíkur og síðan versnaði allt þegar að hún byrjaði að meiða sjálfan sig alvarlega.
Eftir að presturinn sem að annaðist hennar fór með þessar upplýsingar til biskupsins þá lagði hann til að Ernst Alt og annar prestur að nafni Arnold Renz að þeir myndu framkvæma andsæringu á Anneliese Michel.
Þeir framkvæmdu þessar athafnir sínar frá september 75' til júlí 76' og þá oft tvisvar í viku með sömu aðferðir og bænir, og oft voru foreldrar hennar viðstödd og þurfti þá að halda henni niðri og það var varla mögulegt þótt 3 manneskjur héldu henni.
Á meðan þessum tíma stóð þá gat Anneliese stundað skólann sinn, tekið lokaprófin og farið í kirkju. En þrátt fyrir það hættu djöflaárásin aldrei. Seinasta andsæringin var 30 júní árið 1976, Anneliese var þá með lugnabólgu og með mjög háan hita og var þá auðvitað algjörlega uppgefin og gat enganvegin unnið með prestunum til að særa þessa djöfla úr sér. “Beg for absolution” voru seinustu orðin hennar til prestanna og seinustu orð hennar voru “mother i'm afraid”, móðir hennar tók upp dauða dóttur sinnar á kassettu.
Gegnum særingarárið þá voru teknar 40 hljóðupptökur af andsæringunum. Og á einni kassettu átti að heyra í 2 djöfla að þræta um það hver ætti að fara fyrst úr líkama Anneliesu einn þeirra sagðist heita Hitler. En andarnir sem að sögðu til nafna voru m.a. Lucifer, Judas Iscariot, Nero, Cain, Hitler, og Fleischmann en þó voru fleirri djöflar sem að andsettu hana.
Ernst Alt og foreldrar Anneliese voru dæmd í 6 mánaða fangelsi fyrir mannsdráp.

Var Annelise Michel aðeins geðveik ?

Eru foreldrar hennar og prestarnir sick sickos og sjúklegir lygarar ?

Voru þetta bara sveppir eða bara eikker fucked up lyf sem að hún fékk frá læknum sínum ?

Eða… var hún andsetin ?

…..you tell me…. ég veit ekki hverju ég á að trúa :P


Að mínu mati eru 2 möguleikar á þessari sögu.
1. Anneliese Michel var indeed andsetin, ég er mjög trúuð manneskja og ég held að við séum ekki alveg ein á þessum stað þannig að já ég held að þetta getur hafið verið satt, raddirnar á hljóðupptökunni eiga víst að vera ómögulegar fyrir hana að hafa gert með sinni eigin rödd ?

2. Anneliese Michel var einfaldlega geðveik og flogaveik, það passar líka akkúrat því að geðveiki kemur oftast í ljós á 18-22 ára aldur.
Og já þótt það voru sjónarvitni í sögunni, þá eru sumir sem að geta ýkt sögur sínar. En ég held hreinilega að þetta hafi bara verið of strangtrúa fjölskylda sem skýrir það að hún hafi bara misst sig svona gagnvart kaþólskri trú og þannig og hefur líklega lesið biblíuna og stúderað allt um kaþólska trú og ætti þá að vita nöfnin á alla “vondu kallana” og plús tungumálin sem að hún hefði alveg getað verið að læra í leyndu. Og með upptökurnar, þótt þetta hafi verið á 70 áratugunum var fólk ekki alveg stupid og hefði auðveldlega getað bara búið til eikkerjar scary raddir og tekið upp.

En hvað finnst ykkur ? :)

og já heimildirnar fékk ég bara hér og þar… googlaði flest… þannig að það getur verið að sumt af þessu sé rangt hjá mér… en oh well… þá fenguði bara að lesa spennandi sögu :) engin skítköst takk… :P og allar heimildirnar voru á ensku og hollensku og þýsku.. og er ekki alveg klár á allar þýðingar en ég gerði mitt besta :)