Ég vill taka það fyrst fram að þetta er sönn reynsla þótt hún sé ótrúleg finnst fólki þegar ég tala um hana en atburðirnir voru bara allt of raunverulegir að annað kæmi til greina.Ég var heima hjá vinkonu minni og vorum 5 í andaglasi fyrir svona ca.3 árum og vorum alltaf í þessu þá en þetta varð síðasta skiptið mitt.


Það var andi í spilinu sem hét eitthvað sem ég
bara hreinlega man ekki sry.
Allavega ég fékk töluna 13 sem merkið mitt!?
og mér var farið að finnast þetta asnalegt og við hættum og við vorum á leiðinni út í sjoppu og mér leið eins og áður,bara góður á því en ég svo fatta ég að ég er labba einn,stelpurnar voru komnar út í sjoppu.
Ég lít við og þá er félagi minn hvítur í framan,ég spurði hvort hann væri ekki ok og hann svaraði ekki,svo þegar við héldum áfram að labba tók hann í öxlina á mér og spurði mig: “Ísak er ekki allt í lagi með þig?”
ég var bara what?? “jú auðvitað er í lagi með mig maður!”
svo fór hann næstum því að gráta og fór heim. Ég hélt hann væri eitthvað snarruglaður,því ég hafði aldrei séð hann svona..

Allavega ég fór að hitta hina og svo hinn félagi minn að hann hafði séð dökkhærða stelpu við hliðina á mér og sagðist hafa séð eitthvað á þeytingi í kringum okkur og ég var með töluna 13 á bakinu skrifað í blóði.
Ég fór bara að hlæja og fór fljótlega heim. Fannst þetta samt heavy skrítið.

Daginn eftir kemur félagi minn sem átti að hafa séð þetta og sagði það sama og hinn hafi sagt hann segja og ég stoppaði hann því hann var að missa sig aftur.Ég var ekkert á leiðinni að trúa þessu en svo segir hann þegar ég fór inn að sækja sígó að hann hafi séð töluna 12 á bakinu á mér skrifað í blóði og ljóshærða stelpu alltaf í kringum mig.(nú var hún ljóshærð?)
Svo fór hann heim ná-fokkin fölur,
sagðist þurfa að drífa sig en sagðist samt þurfa að koma aftur og checka á mér.

Daginn eftir var talan 11 og svo 10 og þegar 6 sjötti dagurinn rann upp var mér ekki farið að lítast á blikuna þannig að ég fór til prests og bað hann um að biðja fyrir mér,hann sagðist finna eitthvað drungalegt yfir mér sem væri að streitast á móti en allavega svo sagði hann að Jesús hafði læknað mig og sagði mér bara að fara heim,nú var ég bara ennþá meira what?? og ákvað bara að trúa vini mínum.
Hann kom ekki þennan dag að checka á mér og fór að hitta hann og hann var heavy glaður þegar hann sá mig,því hann sá ekki þessa stelpu nálægt
og tölu á bakinu á mér sem var alltaf að minnka..

Svo segir hann mér að systir hans hafi farið að gráta þegar hann hafi sagt henni þetta í kasti því hún þekkti þetta nafn úr andaglasi þegar hún og vinkona hennar voru í spilinu fyrir nokkrum árum.
Þá hafði þessi andi eða stelpan whatever sagt við vinkonu hennar að hún ætti eftir að deyja á mjög óskiljanlegan hátt fljótlega,man ekki hvort hann hafi sagt það hefði átt að vera í bíl eða ekki en allavega viku seinna dó vinkona hennar í bílslysi og enginn vissi hvað átti að hafa gerst,engin hálka eða neitt..bíllinn fannst bara á hvolfi við veginn!Ég var í sjokki lengi á eftir þetta og mér finnst gott að tala alveg um þetta eins og þetta var..Mér finnst þetta allavega of stórt og mikið til að vera alt stór miskilningur og tilviljanir!
Svo fóru krakkarnir aftur í andaglas,ég hætti því algjörlega eftir þetta atvik og vinkona mín fór eftir spilið inn til sín og þegar ég bankaði og kom inná hana þá eftir soldið langan tíma, þá var hún að tala við málverk á veggnum sem var mynd af einhverjum sem hún var ekki viss hver var og húsið var orðið heavy skrítið eitthvern veginn og takið eftir,ég var ekkert fullur þarna og ég var ekki í andaglasinu og fann eitthvað spooky í andrúmsloftinu..

Allavega þetta ætti að vera orðið fínt,ég þakka bara öllum sem lásu þetta;)

Kv.
ísak
My name is Earnie Douglas but my friends call me Chip