Stolnar grímur hyrnda guðsins Smá grein tekin af heimasíðunni minni;


Mikið af fólki sem fylgir ríkjandi tískustraumum telur sig vera Satanista. “Gothicarar” og ýmsir aðrir minnihlutahópar halda að Satan hafi virkilega verið dýrkaður hér áður fyrr í Evrópu.. Ekkert gæti verið lengra frá sannleikanum, hugtakið Shaitan var þekkt í Egyptalandi en það var undir allt öðrum forsendum heldur en Biblían segir. Það fer ekkert jafn mikið í taugarnar á mér þegar fólk heldur því fram að það séu “Djöfladýrkendur” af kristnum meiði eða dýrki “Satan”.. Raunverulegur Satanismi er EKKI til og hér verður fjallað um það.

Hyrndir guðir voru dýrkaðir í Evrópu og í restinni af heiminum frá dögun mannkynsins. Þeir voru alltaf partur af heiðnu trúarkerfi, sem var og er fjölgyðis trúarkerfi, en það þýðir að það meðtekur marga guði. Trúarkerfi heiðinna ættflokka deildu og deila einum sérstökum eiginleika, sá eiginleiki er; Að ættflokkarnir dýrka sína eigin guði. Allir aðrir ólíkir guðir dýrkaðir af öðrum ólíkum ættflokkum eru ekki séðir tilvistarlausir eða illir, þeir eru einfaldlega ekki séðir sem þeirra guðir (en flest eingyðistrúarkerfi eins og Kristni, segja að það séu ekki til neinir guðir nema sinn og /eða allir aðrir guðir séu þá af hinu illa)


Þrátt fyrir að flest heiðin trúarkerfi hafi verið fjölgyðistrúar þá voru til mörg eingyðis trúarkerfi hjá einstaka ættflokkum svo sem gyðingdómurinn, en þetta voru ættflokka trúarkerfi, og þessir ættflokkar höfðu enga löngun í að boða sína trú. Jehova var guð ættflokk gyðinga og þeir fundu enga þörf fyrir að þvinga aðra ættflokka til að dýrka hann líka.

Kristnidómurinn hinsvegar breytti því öllu. Í einveldisgræðgi sinni hafði hann yfirþyrmandi þörf fyrir að gera guðinn sinn guð allra annarra sem voru innan seilingar. Fylgjendur kristnidómsins urðu að gera eitthvað róttækt til að breyða út og “alvæða” sína trú, svo Krossferðirnar komust upp á laggirnar. En til að ná settu marki var nauðsynlegt að sverta gamla guði heiðnu ættflokkanna, og þá sérstaklega gyðjudýrkun og ímyndina af hyrndum frjósemisguðum.


Heiðin trúarbrögð meðtaka aldrei guði illskunnar. Heiðnir guðir eru yfirbragð náttúrunnar, og úti í náttúrunni er ekki til nein illska; hún er aðeins til í ímyndun mannsins. Þau meðtaka oft guði blekkingar svo sem Loka og guði sem þykir óviturt að eiga samskipti við, en enga guði sem eru komnir af einhverju illu afli og eru illir í eiginlegum skilningi þess orðs. Smá raunsæ hugsun segir okkur að heimurinn er ekki bara kærleikur og ljós - hann hefur ljóta eiginleika líka, þess vegna þurfa eingyðis trúarkerfi (gyðingdómur, Kristni ofl) á “guði illskunnar” að halda til að vega á móti þeirra guði kærleika og ljóss (til hvers þyrftu þeir annars á honum að halda?) Augljósasta leiðin til að sverta hinn hyrnda guð heiðinna og réttlæta refsingu á þeim sem hann dýrkuðu var auðvitað að segja að hann sé í raun guð illskunnar hjá nýju trúnni, og hafi verið það frá upphafi. Þetta gerðist þó ekki allt í einu. Hin nýja Kristni var til inn á meðal mun eldri heiðinna trúarbragða í margar aldir, og aðlagaðist sumstaðar fólkinu og þeirra trúkerfisstöðlum í eins mikið og hægt var. keltneska kristna kirkjan á miðöldum á Írlandi er týpískt dæmi um það.


ENGUM GRUNAR NEITT…


Þá árið 1248 e.k. að heilagur Páfi IV ákvað að það væri kominn tími til að kveða niður alla heiðni og í þeim tilgangi kallaði hann saman Hið Heilaga Embætti eða það sem var seinna þekkt sem Rannsóknarrétturinn. Á fimmtándu öld fór þessi réttur á almennilegt skrið (sérstaklega á spáni) og fór að ryðja úr vegi sérhverri langvarandi heiðinni trú.


Þar sem rétturinn var stofnun eða félag sem var eingöngu skipað af karlmönnum þá varð því strax í nöp við gömlu “grasa konurnar” sem voru í hverju þorpi í öllum löndum Evrópu og kenndu komandi kynslóðum forn fræði, og seldu fólki lyf og töfragripi. Prestarnir lýstu því yfir að þessar konur væru djöfladýrkendur og þær yrði að brenna. Í gegnum pyntingar á föngum (sem áttu að vera nornir) með mjög frjótt ímyndunarafl fengu prestar allskonar furðulegar játningar. Þessi rannsóknarréttur gerði svo úrdrátt á frásögnum þeirra fanga sem höfðu hvað frjóasta ímyndunaraflið og glænýjar hryllings-þjóðsögur spruttu upp á yfirborðið, rannsóknarrétturinn hélt áfram að elta grunað fólk uppi og fá það til að játa í samræmi við þennan nýja Luciferkennda hryllings uppspuna, og fólk auðvitað játaði (líklega af því að fólk játar hvað sem er þegar það er verið að stinga rauðglóandi járni í það). Kristnidómurinn hafi skapað sér sína eigin spegilmynd og kallaði hana Satanisma.


Til að betrumbæta og staðfesta þessar játningar og þar með skapa sönnunargögn fyrir þessari nýju, ímynduðu, óljósu og hreint útsagt fölsku trú, var skrifaður sérstakur leiðarvísir, sem lýsti allri réttri hegðun “nornarinnar” og hvernig þú átt nákvæmlega að fá hana til að játa vissa hluti. Þessi “Nornaveiðar: uppl. um hvernig þú átt að framkvæma” leiðarvísir, gefin út árið 1486 var skrifaður af tveim munkum, Heinrich Kramer og James Spregler. Hann var kallaður Malleus Maleficarum eða “Nornahamarinn”. Þetta var uppruni þess sem flestum skilst sem Satanismi.


DASHWOOD OG CO.


Um 250 árum eftir útgáfuna á Nornahamrinum kom, í kjölfar endurreisnartímabilsins, nýtt tímabil upplýsingar og fræðslu, og kirkjan fór að missa völdin til að brenna einstaklinga. Hinn spillti, evrópski aðall fór að leita sér að nýju “kicki” til að skemmta sér.

Árið 1719 stofnaði hertogin af Wharton leyndan “party” klúbb þar sem ríkt og voldugt aðalsfólk sótti í sinn skammt af kynsvalli, dópi, rokk og róli. Sautján árum seinna, árið 1746 tók Sir Francis Dashwood við þessum klúbb, hann skírði klúbbinn Regla Saint Francis. Þessi klúbbur var þó víðar þekktur sem “The Hellfire Club” eða Klúbbur Vítisloganna.


Til að gefa kynsvöllum klúbbsins meiri frumleika og sérstæðu ákvað Sir Francis að gera þau meira “ill” með því að bæta við þau hlutverkaleik sem gekk út á iðkanir sem voru nákvæmlega fengnar úr Malleus Malleficarum. Þarna í fyrsta skipti varð raunveruleg iðkun satanismans til.


Á meðal fyrstu meðlima þessa sérstaka kynlífs-klúbbs voru meðal annars listamaðurinn William Hogarth og þingræðislegi múgæsingarmaðurinn John Wilkes. Árið 1762 fékk Breska þjóðin sjokk þegar upp komst að Forsætisráðherran, Markgreifinn af Bute ásamt þáverandi fjármálaráðherra, voru allir meðlimir í þessari Satanísku hreyfingu. Byltingarsinnin og vísindamaðurinn Benjamin Franklin gekk í klúbbinn 1772.

Satanismi hafði aldrei verið til fyrir tíð Malleus Maleficarum, en núna þegar einhverjum langaði sverta og níðast á ímynd hins upprunalega og endanlega al-föðurs þá hafði hann leiðarvísir til að glugga í. Satanismi var búin til af tveim heittrúuðum Kristnum munkum.


Það eru til lítil sem engin sönnunargögn um það að raunverulegur Satanismi hafi verið til og hvað þá stundaður í nútímanum, þó svo að einhverja Satanisma ímynd megi sjá í Hollywood hryllingsmyndum og setta á svið af einhverjum anarkista og níhilista þungarokkurum og þeirra líkum, slíkt er aðeins sviðsetning fyrir afþreyingu EKKI þeirra raunverulega trú.

En fólk er eins og það er og auðvitað finnur þú eitthvað sem má líkja við Satanisma í einhverjum skuggahornum. En ef þú gerir það, þá eru það einstaklingar að framkvæma falskar hugrenningar sem Rannsóknarrétturinn og hið Heilaga Embætti Vatikansins sá fyrir sér á miðöldum.

————————————————-
——————–ATH——————-

Í þessari grein er ég ekki að fjalla um satanisma sem hina viðurkenndu “trú” á einstaklings frelsi og efnishyggju hyggju sem Anton LaVey skapaði 1956 og lifir undir hugtakinu “Satanism”. Anton LaVey (eða aðrir meðlimir í hans “Satans Church”) trúði ekki á Satan sem raunverulegan gæja eða eitthvert illt komsískt afl eins og hinar Júdeó-Kristnu stofnanir okkar samfélags gera.

Orðrómurinn sem þú heyrir um “Satanista” fórnandi dýrum, brennandi kirkjur, málandi 666 á leggsteina o.s.frv. eru þéttbýlis munnmælasögur og uppspuni.

Fólkið sem gerir slíka hluti eru ekki “satanistar” heldur félagslega vanhæfir unglingar og aðrir wanna-be uppreinsaseggir sem halda að slíkar gjörðir geri þá “vonda” og töff. Þetta eru ekki ekki satanískar trúarathafnir, þar sem þær ERU EKKI til.

Þeir sem láta húðflúra 666 á sig og segja “heill satan” við hvert tilefni, krota krossa á hvolfi, Goth-wannbe gelgjur með svarta málingu lekandi niður kinnarnar ofl eru samansafn af liði sem notar tákn sem okkar hefðbunda Kristna samfélag telur “ill” fyrir athygli og til að hræða fólk .. ekkert annað. Þetta eru ekki Djöfladýrkendur eða Satanistar sem trúa á fornt trúarkerfi sem snýst um Satan.

ÞAÐ ER ENGINN SATAN.
————————————————-
————————————————-