Nú aðeins fyrir nokkrum mínútum skoraði vinur minn á mig og annan vin minn að ákalla djöfulinn. Við tókum ekkert allt of vel í þetta enda flokkast þetta ekki beint undir það sem eðlilegt er. Það furðulega var þó að nokkrum mínútum seldi sá sami vinur minn sál sína og notaði til þess viðeigandi afsal. Eftir sölu hennar vildi hann skyndilega ólmur ákalla satan með leiðbeiningum sem hann las í “The Satanic Bible” sem er bók eftir stofnanda djöflakirkju. Mér er fullljóst að það gerist líklega ekki neitt; það væri löngu búið að sanna þetta þá. En þetta stríðir algerlega gegn minni trú og það sem manni hefur verið kennt. Og þó er ég enginn bókstafstrúarmaður. Okkur var bara illa við þetta. Finnst ykkur að ég hefði átt að gera þetta, En hvað ef eitthvað hefði gerst,t.d. ef einhver sem ég þekki myndi látast í bílslysi á morgun. Ég myndi allavega hugsa um þetta þá.

Hjossi