Langar að deila smá með ykkur.
Fyrir nærri ári síðan kom það upp á að litla dóttir mín fór í öndunarstopp. Ég hafði lagt hana út í vang og sofnaði hún strax, ég fór inn að þrífa.

Stuttu eftir að ég var komin inn er hvíslað að mér farðu að gá að stelpunni,já já hugsaði ég, ég ætla bara að klára að þrífa kíki svo á hana, aftur er hvíslað að mér farðu og gáðu að stelpunni, ég staldraði við og hugsaði sem svo þetta er noja í mér ég klára að þrífa kíki svo á hana svo ég sé ekki að trufla hana.
Nú er eins og ég fái hroll niður bakið og bankað sé í mig, farðu og kíktu á barnið núna er hvíslað að mér.

Ég fór því út til hennar og kíkti ofan í vanginn, hún var óvenjulega kyrr, og skjanahvít, ég ýtti aðeins við henni en fékk engin viðbrögð, þá tók ég eftir þvi að munnur hennar var galopin og tunga hennar hafði runnið niður í kokk, ég reif hana upp og kom henni til að anda aftur.

Ég veit það að einhver vakti yfir henni og hætti ekki að trufla mig fyrr en ég fór út til hennar og kom ég í tæka tíð til að bjarga henni frá dauða.

Langði bara að deila þessu með ykkur þar sem þetta er nú umræða um dulspeki :)

hið dulræna er allt í kringum okkur.