Í fyrra kvöld var ég að horfa á einhverja gamla spólu og eftir það fór ég bara að sofa. Slökti á sjónvarpinu mínu með frjarstýringu og líka vídeónu einsog ég hef gert alla tíð sem ég hef verið með þetta sjónvarp í herberginu. Vaknaði ég upp um miðja nótt að spólan væri að spila(Mjög gamalt tæki, heyrist hátt í því) og fannst mér þetta mjög svo undarlegt. Svo í gærkvöldi var ég líka að horfa á spólu(Three Kings) og vaknaði svo um svipaðan tíma og fyrri nóttina en þá var slökt á spólunni en sjónvarpið, það var í gangi. Mér fynnst þetta mjög undarlegt og bíð spenntur/skelftur eftir nóttinni…