Það sem ég hef heyrt um um andaglas er að það er í rauninni ekki andi sem hreyfi glasið heldur sá sem er með sterkustu sálina og hann tengir mann við einhvern anda.

——————————————————
Hér er smá um andaglas og nú sótti ég til heimilda á speki.net

Andaglasið hefur verið til síðan á tímum rómverska keisarans Valens á fjórðu öld. Það er einnig talið að það hafi verið notað af Grikkjum fyrir daga Krists. Nútíma andaglas er blanda tveggja tækja sem notuð eru til að sjá fram í framtíðina. Hið fyrra er hjól sem samanstendur af stafrófinu. Hið seinna er glas, oftast vínglas með barma sem vísa inn á við, og er sett í miðjuna. Stafirnir eru yfirleitt skrifaðir á pappírsbúta sem eru settir í hring í kringum borðið.

Árið 1891 fékk Elijah J. Bond fyrsta einkaleyfi á nútíma andaglasi, eða Quija Board eins og það kallast á ensku. Ouija þýðir já-já. Ári seinna var einkaleyfið selt til William Fuld. Árið 1966 keyptu Parker bræður einkaleyfið á andaglasi og færðu framleiðslu þeirra til Salem, Massachusetts, í Bandaríkjunum. Fyrsta árið seldist andaglasið meira heldur en Monopoly, eða yfir tvær milljónir eintaka.

Útlit andaglass virðist vera mismunandi frá landi til lands. Upprunalega útgáfan hafði já efst og nei neðst og virðist það vera besti kosturinn. Bókstöfunum er raðað í hring með A við hliðina á já og svo áfram þar til síðasti stafurinn endar við hina hliðina. Tölurnar einn til níu eiga að vera staðsettar neðst hjá orðinu nei.

Yfirleitt þurfa að minnsta kosti tveir að vera í leiknum til þess að hann virki. Það er mjög sjaldgæft að ein manneskja hafi nógu mikla orku til þess að það geti orðið nothæft. Ég tel það einnig mun hættulegra. Þessir tveir eiga að sitja á móti hvorum öðrum og tilla einum fingri ofan á glasið. Hann á aðeins að snerta glasið lauslega. Annar hvor þátttakenda byrjar á því að spyrja einfaldrar spurningar, eins og „er andi nálægur?“. Ef ekkert gerist á að halda áfram að spyrja sömu spurningar. Glasið hreyfist á endanum og svarar spurningunni. Það hjálpar til að vera búinn að skrifa niður spurningarnar áður en þú byrjar. Það er líka oft gott, upp á að geta skoðað þetta í framtíðinni, að hafa þriðju manneskju sem skrifar niður svörin en er ekki með fingurinn á glasinu.

Í fyrsta skipti sem maður fer í andaglas getur manni brugðið. Stundum mun einhver viljandi hreyfa glasið en það mun vera auðvelt að sjá það. Glasið vill þá fremur rykkjast til heldur en „fljóta áfram“.

Sögur segja að andaglas sé mjög hættulegt. Sumir segja að þær sögur séu heimskulegar og að þær eigi að hunsa. Ég tel að öllu skuli taka með varúð. Maður á aldrei að ráðast í neitt sem maður ræður ef vil vill ekki við. Oftast eru það andar af lægri tilverusviðum sem virðast koma í andaglasið og ljúga þeir að manni og pretta og reyna jafnvel að skaða mann.
Því er mikilvægt að vara sig.