Álfar

Ég fékk upplýsingarnar um álfanna úr bókinni Heilun með álfum. Höfundurinn heitir Doreen Virtue. Ég hvet alla til að lesa þá bók, hún er skemmtileg, fræðandi og mjög mikilvæg.

Í mörgum sögum eru sagnir um álfa, huldufólk, engla, búálfa, hafmeyjur og fleiri verur sem flestir segja að séu ekki til.

En munið þið eftir sögunni um Pétur Pan?
Þar var álfurinn Skellibjalla, hún var lýsandi og björt.

En svo gerðist það eins og flestir vita að þegar vinkona Péturs vildi ekki trúa að Skellibjalla væri til. Hún trúði sem sagt ekki á hana, þá fór Skellibjalla að veikjast.

Það gerist líka með álfanna, ef fólk trúir ekki á þá, eiga þeir erfiðara með að hjálpa náttúrunni og öðrum líffverum. En því fleira fólk sem trúir á þá, því meiri orku hafa þeir til að vernda líffverur og lækna náttúruna.

Ég býst við að þú sért mjög efins núna, um þetta allt saman og telur mig vera einhverja geðbilaða stelpu sem heldur í barnslega trú sína á álfum.

En það er þitt val, hvað þú vilt trúa. Og ef þú vilt gjarnan trúa að álfar séu til en vantar meiri sannanir fyrir að þeir séu til þá get ég sagt þér aðferðina til að sjá þá.

En áður en þú ferð að reyna sjá þá, þá þarftu að gera þér grein fyrir að álfarnir eru mjög feimnir og treysta ekki hverjum sem er.
Ef þú sýnir náttúrunni virðingu og týnir upp ruslið sem þú finnur þegar þú gengur úti. Ferð með ruslið í endurvinnslu og notar eins mikið af líffrænum matvælum og öðrum vörum og þú getur. Þá verða álfarnir mjög ánægðir með þig og þá eru meiri möguleikar að þú fáir að sjá þá.

Eins og flestar verur frá andaheiminum, þá heyra álfarnir hugsanir þínar, þeir skynja tilfinningar þínar og þeir forðast fólk sem reynir að stjórna þeim eða reynir að neyða þá til að sýna sig.
Þeir eru þreyttir á fólki sem er stjórnsamt og er ruddalegt gagnvart náttúrunni.

Svo er líka eitt mikilvægt að muna að vara alltaf álfana við ef þú gengur út á grasið eða ferð að slá grasið eða týnir blóm. Því að þótt að álfarnir séu andaverur, þá eru líkamar þeirra að hluta til jarneskir og umhverfismengandi efni og hirðuleysi mannfólksins hefur áhrif á þá. Semsagt álfarnir meiða sig ef við stígum óvart á þá eða þegar við sláum grasið án þess að vara þá við. Það er hægt að líkja álfum við skordýr, þar sem skordýraeitur er alveg jafn hættulegt álfum og það er skordýrum.

En hérna kemur aðferðin til að sjá álfa en Doreen Virtue kenndi á námskeiðum sínum þessa aðferð til að sjá álfa og þetta kemur beint upp úr bókinni.

Að sjá álfa
Pírið augun aðeins, mýkið fókusinn og horfið, líkt og þið væruð að horfa á eina af þessum þrívíðu myndum sem skyndilega birtast ykkur.
Horfið fram hjá blómunum.
Haldið í þá fyrirætlun að sjá ljósálfa.
Verið meðvituð um hugsanlegan ótta eða álfa.
Verið meðvituð um hugsanlegan ótta eða efa í huga ykkar.
Ef þið verðið vör við einhverjar neikvæðar hugsanir, ákallið þá englanna í huganum og biðjið þá um að færa þessar hindranir úr vegi.
Í huganum munið þið sjá hvítar ljósrákir stökkva frá blómi til blóms.
Ljósálfarnir stökkva um eins og eldflugur.
Þeir eru um 5-8 cm langir, sumir stærri, aðrir minni.
Í upphafi munuð þið að líkindum aðeins sjá orku þeirra.
Það er hvíta ljósið sem þið sjáið á hreyfingu frá blómi til blóms.
Reynið nú að snúa höfðinu og horfa á blómin út undan ykkur.
Stundum virkar skyggnigáfan betur á jöðrum sjónsviðsins vegna þess að við erum fremur opin fyrir því að sjá andaheiminn þannig. Augað einbeitir sér á hinn bóginn oft of beint fram fyrir sig.
Í upphafi sjáið þið að líkindum englana sem gagnsæja í auga hugans.
Þið gætuð líka haft áhyggjur af því að þið séuð bara að ímynda ykkur að þið sjáið þetta, en ein af ástæðum þess að börn sjá svo oft álfa er sú að þau hafa ekki áhyggjur af því að gera mistök.
Verið þess vegna eins og börn og gefið ykkur sjálfum leyfi til að sjá álfana.
Sýnið sjálfum ykkur þolinmæði og takið ykkur tíma.
Munið að álfarnir eru feimnir og þeir geta lesið hugsanir ykkar og tilfinningar.
Það er ekki víst að þeit leyfi ykkur að sjá sig tafarlaust.
Það getur tekið ykkur nokkurn tíma að öðlast traust þeirra þannig að þeir leyfi ykkur að sjá sig.
Talið til álfanna í huganum og útskýrið fyrir þeim þá ósk ykkar að fá að sjá þá og starfa með þeim.
Þeir munu hjálpa ykkur ef þeir skynja að þið séuð kærleiksríkar sálir og viljið leggja þeim lið í umhverfisvernd.
Ef þið haldið áfram samskiptum við náttúruna í viku eða tvær og haldið staðfastlega í viljann til að sjá álfana, ættuð þið að geta séð þá.
Þar kemur að þið sjáið álfana greinilega með auga hugans.
Líklegast er, meira segja, að þið sjáið þá bæði í auga hugans og með augum líkamans.
Þið munuð þá sjá þá í raun og veru sjá álfana flögra um blóm, plöntur, dýr og sumt fólk.

Ég þakka ykkur fyrir að lesa þetta og ég bið ykkur um að trúa á álfanna, jafnvel þó þið sjáið þá ekki. Það hjálpar þeim mikið, bara það eitt að trúa á þá, þá hafa þeir meiri kraft til að hjálpa náttúrunni og öðrum líffverum jarðarinnar.

Kveðja
Maríanna Vestmann Grétarsdótti
Miss mistery