þetta er í raun bara framhald af grein hér á undan!

(Þeir sem eiga eftir að prófa andaglas skulu ekki lesa þessa grein! Ef þið viljið spennu í andaglasið er ekki ráðlegt að lesa hana!!! :) bara smá viðvörun!!!)

Andaglas er eitt af þeim hlutum sem eru til endalausar goðsagnir um! Ég persónulega hef farið svo oft í andaglas, að ég hef bara ekki tölu á því. Þetta var náttúrulega frekar spúkí í fyrsta skipti. Við vinkonurnar allar búnar að heyra þvílíkar goðsagnir og sögur af allskonar “óhöppum” sem afleiðingu af andaglasi. Þetta voru allt í rauninni svona urban legends því maður heyrði þær í svo mörgum útgáfum. En við ákváðum samt að prófa, og viti menn; þetta virkaði! Við prófuðum líka að láta eina sleppa í einu þannig að þannig sönnuðum við að engin væri að hreyfa.

En svo reyndum við að spurja spurninga. Það var nú dáldið meira en að segja það því andinn sagði aldrei neitt af viti. Ef við spurðum td. hvað heitir dökkhærða manneskjan í hópnum þá var svarið bara: dk49vmn eða eitthvað álíka. við vorum orðnar dáldið pirraðar á þessu, en þrjóskar líka! við ætluðum að fá eitthvað svar! Loksins þegar við vorum búnar að vera svoldið í þessu (þ.e. í nokkur skipti) lentum við þrjár í martröðinni ;) andinn sagðist vera vondur, stafaði djö… helv.. og 666 osfrv. en bullaði bara fyrir utan það! við sögðumst vilja hætta en hann vildi ekki leyfa okkur það! Loksins eftir langan tíma af bulli leyfði hann okkur það og við tókum okkur pásu, en ekki of lengi, því eftir nokkra daga byrjuðum við aftur!

Við héldum áfram eins og algjörir vitleysingar að reyna að fá svör og loksins! svar sem var hægt að skilja! við vorum þrjár um miðja nótt, búnar að vera að spurja já/nei spurninga allt kvöldið og loksins kom að einni spurningu sem hann sagði já við. Við trúðum því ekki og spurðum aftur…og aftur. A´endanum spurðum við hvort hann væri nokkuð að ljúga. Hann sagði nei. og aftur. sama svar. og aftur! (geðsjúklingar!) og hann svaraði í 1. skipti með heilli setningu: ÉG LÝG EKKI og stafaði þetta ótrúlega hratt! okkur brá mikið, en eftir þetta gátum við spurt hann að hverju sem var og hann svaraði heilum setningum! Loksins var takmarkinu náð! við vorum ALLA nóttina að spjalla við “andann” um allt og ekkert! líka um hvað guð væri og ég veit ekki hvað og hvað. hann sagði okkur ýmislegt sem við skrifuðum niður og ég á enn einhversstaðar á blaði en ætla ekkert að röfla um hérna.

Svo fór hann alltíeinu að hlæja! HAHAHA HEHEHE og við vorum ekkert hræddar en fannst þetta skrítið og spurðum hann að hverju hann væri að hlæja og hann sagðist vera að hlæja að sjónvarpinu (það var einhver grínmynd í gangi!) og var bara geðveikt sallarólegur og bara að horfa með okkur!

Síðast en ekki síst sagði hann okkur að hann VÆRI EKKI ANDI einhvers framliðins, hann væri bara máttur sála/undirmeðvitunda okkar! Við legðum allar eitthvað af mörkum en einhver okkar væri með sterkustu sálina (eins og einhver snillingurinn sagði í svarinu við fyrri grein um andaglas) og hún réði! Þess vegna hefði alltaf komið eitthvað bull áður! Ef við spurðum t.d. einhverrar spurningar og það kom svarið: gmjokpw97 þá var það vegna þess að sterkasta manneskjan var að einbeita sér að þessum stöfum! ástæðan fyrir því að hann væri svona skýr núna væri útaf því að nú værum við orðnar svo “þjálfaðar” í þessu. Sérstaklega sú sterkasta.

En fyrst þetta var svona, skildum við ekki afhverju hann sagðist hafa verið djöfullinn og 666 helv… djö… o.s.frv. Hans svar við því var að hann hefði verið að reyna að hræða okkur til að hætta í andaglasi. Þannig var það nefnilega að Sumar sálir eru svo viðkvæmar að þær höndla ekki svona spennu. Þá getur allt farið í klessu. Auk þess getur verið að einhver þeirra sem séu í andaglasinu sé prakkari og nái yfirhöndinni eða að hún sé hrædd og ímyndi sér eitthvað og það endurspeglist í andaglasinu. Þ.e. Hennar hræðsla getur komið fram og hrætt alla hina líka og þá geta viðkvæmar sálir fríkað út og klikkast! Þannig sagði hann að sögusagnir um andaglas hafi orðið til. Fólk hafi bara orðið geðveikt af hræðslu, engu öðru.

Svo bað hann okkur að hætta að fara í andaglas. Sem við stóðum ekki við. Því miður. Því að það missti sjarmann eftir það. Næsta skipti kom hann og sagði okkur skýrt að hann væri sár að við hefðum svikið hann og hætti svo bara að tala skýrt. ÞÁ fórum við að gera tilraunir og það stóðst allt sem hann hafði sagt. Hann hafði sagt okkur hver væri sterkust og svo koll af kolli og það passaði! um leið og 2 sterkustu hættu virkaði þetta ekki þío 3 væru eftir á meðan þær gátu verið 2 einar! og við prófuðum líka að hugsa okkur stafi fyrir hann til að fara á og glasið fór altaf þangað sem sterkasta manneskjan hugsaði!

Ok. þetta er orðin svolítið löng grein en öll komment og allar spurningar velkomnar. ég reyni að svara eftir bestu getu :)

kveðja
kongulo