Í íbúð einni sem ég leigi út gerðist svolítið undarlegt (að mínu mati). Sú sem leigði þar er náin vinur fjölskyldu minnar. Er ég kom eitt sinn í heimsókn spurði hún mig hvort ég hefði fundið fyrir einhverju í íbúðinni eða séð eitthvað. Ég neitaði því og þá sagði hún mér þessa sögu og sagðist hafa fundið fyrir einhverju þar.
Á tveim veggjum í íbúðinni duttu þrisvar sinnum niður myndir (og eyðilögðust við fallið) sem reynt var að hengja upp. Héldust aðeins uppi í nokkra daga. Mig minnir að þessar myndir hafi verið af indjánum eða einhverju þvíumlíku. Eftir það var hengdur upp kross og mynd af látinni frænku hennar og á hinn mynd af fjölskyldu hennar.
Datt henni helst í hug að þar hafi látin amma mín verið á ferð og ekki alveg líkað myndirnar hennar.