Eitt sinn fór ég á transmiðilsfund eins og ég hef örugglega tekið fram áður á þessari síðu og fór miðillinn í trans og kom maður í líkaman hans sem hét joakim og opnaði hann alla fundi.Þessi maður tók mikið í nefið og þótti miðlinum þá gott að hafa dollu við borðið svo að joakim gæti fengið sér í nefið svona þegar hann kæmist í líkama sinn.Eftir að joakim hafði opnað fundinn og spjallað svona um lífið hinum megin máttu fleiri sálir reyna að koma inn og viti menn tókst honum afa mínum að koma sér í líkamann og reyndi að tala við okkur.Hann átti frekar erfitt með að tala og hreyfa sig því hann hafði náttúrulega verið dáinn í nokkur ár og ekki verið í líkama lengi.Það furðulegasta við þetta er að nokkrum dögum áður hafði ég verið tekinn fyrir að keyra fullur og var ástæðan að ég keyrði yfir á rauðu ljósi kl 6 um morguninn og var ekki akkurat löggan að koma eftir sömu götu (nice tilviljun).Þegar afi var að tala við mig sagði hann “stoppaðirðu ekki á ljósinu?”og náttúrulega kveikti ég strax á perunni og vissi hvað hann meinti með þessu.Hann hóstaði uppúr sér nokkrum hlátrum og sagði að hann hefði verið með mér í bílnum þegar þetta gerðist og hann sagði að þetta væri bara gott fyrir mig,kannski myndi ég læra eitthvað af þessu í framtíðinni.Ég missti prófið í eitt ár útaf þessu en hef alltaf munað hvað afi sagði um þetta og mun aldrei gleyma þessum transmiðilsfundi sem ég fór á.Ef að fólk vill efast um þetta má það alveg en þetta er eitt af því sem ég trúi að það sé lífi eftir dauðann og má fólk hafa sínar skoðanir á þessum málum.En ég hvet alla sem ekki hafa prófað að fara á miðilsfund að drífa sig í því eins og skot því að eftir að hafa farið á miðlsfund verður maður ekki samur og fer að hugsa miklu meira út í lífið og útá hvað það gengur.Mín kenning um tilgang lífsins er bara sú að þetta er bara fyrsta stig sem við erum að ganga í gegnum og eigum við eftir að þroskast miklu meira þótt við séum látinn og förum við þá bara á næsta stig og byrjum á byrjunarreit þar eins og við gerum þegar við fæðumst hérna í þessu lífi.Endilega farið á miðilsfund og fræðist um þetta.Ég hef farið á transmiðilsfund,hópfund og svo bara þegar maður er einn með miðlinum og hef ég ekki verið samur eftir það.