Nú er Sálarrannsóknarskólinn (og félagið) starfrækur í Rvk. og er hann bara slatta frægur. Magnús Skarphéðinsson (bróðir Össurar) er “bossinn” þar. Ég veit dálítið fyrir mér í sambandi við þann skóla og þau fræði sem þar eru kennd. Ég hef nefnilega hringt þangað og fengið upplýsingar og síðan fór pabbi minn líka á eitt námskeið í skólanum. Mér líst bara ekkert á þau spíritista fræði. Ég er á frekar á móti spíritisma, enda er ég nokkuð langt frá því að vera spíritisti. Spíritismi snýst mikið um miðilsfundi, líkamninga og drauga. Samt er einnig talað um álfa, tröll, geimverur og spáfræði í skólanum. Ef þú gerist meðlimur í félaginu þá færðu einhvern bónus á miðilsfundi og færð víst eitthvað blað ca. einu sinni á ári. Ef það er draugagangur í húsinu þínu þá geturðu líklega fengið hjálp hjá félaginu þar sem þeir hafa mikinn áhuga á slíku. Allavega heyrði ég það að þeir hjá félaginu hafi verið á miklum draugaveiðum upp á síðkastið.
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur,Síðumúla 31,108 Rvk. Sími:5886060
Sálarrannsóknarskólinn, Síðumúla 31, 108 Rvk. Sími: 588 6050
*Síðan er líka til Sálarrannsóknarfélag Íslands og Akureyrar og Siglufjarðar og Suðurlands og Suðurnesja en ég veit ekki hvort þetta sé allt sami hluturinn.

Einnig er Occult klúbburinn starfrækt í Rvk. Ég veit ekki nógu mikið um það, en það er þó ekki félag fyrir mig. Þeir í occult klúbbinum segja að það séu engar sálfarir til. Í stað sálfara segja þeir (eða sá sem talaði við mig í símann) að við höfum nokkra líkama sem geta ferðast um; hver á sínu sviðinu (líklega heitir líkaminn í okkar ?raunveruleika? efnislíkaminn og getur hann aðeins ferðast um í efnissviðinu). Þeir eru víst ekki að taka við nýjum meðlimum þessa stundina en þó gæti verið möguleiki að komast inn fyrir þá sem hafa ROSALEGAN áhuga. Hversvegna er occult klúbburinn hætt að taka við meðlimum? Jú þeir hafa bara varla tíma til þess útaf heimsástandinu! Þeir segja pólskipti (eiginlega heimsendi) vera í nánd og eru þessvegna aðallega að hugsa út í að reyna að láta Ísland “meika” í gegnum þennan hræðilega tíma sem er í nánd. Já mér leist frekar illa á Occult klúbbinn. Þeir sögðust samt hafa áhuga á næstum öllum andlegum málefnum.
Occult klúbburinn, Gyðufelli 14, 111 Rvk. Sími: 567 6117

Síðan er til dulspeki verslun:
Dulspekiverslunin Hús andanna hf, Barónstíg 20a, 101Rvk., 551 1275

Yoga:
Yoga samtökin Amada Marga, Þorragötu 1, 101 Rvk, 552 7050
Yoga Studio sf, Auðbrekku 14, 200 Kópavogur, 544 5560
Yogasetrið, Eyravegi 15, 800 Selfoss, 482 3066
Yogastöð Vesturbæjar, 561 0207
Yogastöðin, Búlandi, 601 Akureyri, 861 4059'
Yogastöðin Heilsubót, Síðumúla 15, 108 Rvk., 588 5711

Ef einhver veit um einhver fleiri dulspekileg félög, þá má sá hinn sami svara þessari grein. Og einnig ef einhver veit eitthvað meira um ofangreint efni en ég.