Mig langaði að koma með stutta grein um þetta efni. Sá einhverstaðar að einhver var að seigja að tíminn væri ekki afstæður..
Og langaði að koma með skoðun um thetta

Við sjáum tímann allstaðar í verki og finnst sjálfsagt hann vera raunverulegur, en þetta er í raun og veru misskynjun skilningarvitanna.
Í raunveruleikanum er enginn tími til. Hann er aðeins til í huga okkar sem skynræn túlkun okkar á vitundinni um hverfulleika hlutanna.

Við getum ekki ímyndað okkur tímann nema í tengslum við röð breytinga í meðvitund okkar
Sem stafar annaðhvor af breytingum í ytra heimi eða i hugsunum okkar, sem líða um huga okkar.

Þannig er dagur aðeins vitundin um gang sólar.- klukkutíminn eða mínúta aðeins kvarðamál dagsins
Árið, aðeins vitundin um gang jarðarinnar um sólina. os.frv
Allt er þetta tákn um breytingu hlutana, í heimi þar sem hlutirnir breyttust ekki væri enginn tími
Tíminn er aðeins hugræn uppfinning.
Auk slíkra ályktana um Tímann, sem við byggjum einskærri afstæðri rökleiðslu, sjáum við í verki mörg dæmi um afstæði tímans daglegu lífi okkar.
Við vitum öll mæta vel, að þegar við höfum áhuga á einhverju, þá þýtur tíminn áfram, en þegar okkur leiðist drattast hann varla úr sporunum!
Þegar við erum hamingjusöm flýgur tíminn eins og loftsteinn en skríður eins og skjaldbaka þegar við erum óhamingjusöm.

Séum við áhugasöm um eitthvað eða hamingjusöm veitum við breytingu hlutanna litla eða enga athygli- við tökum varla eftir þeim.
En þegar okkur leiðist eða líður illa, byrjum við að veita athygli ýmsum smáatriðum, við greinum breytingar þeirra og finnst tíminn rétt silast áfram.
Ofurlítið skordýr gæti lifað- og lifir -heila ævi, fæðist, vex, eignast maka, æxlast og deyr á fáeinum mínútum og samt virðist líf hans jafn uppfullt af atvikum og líf fílsins sem lifir í hundrað ár.
Þegar margt gerist skynjum við hvað tíminn líður hratt hjá, og því hraðar, sem við höfum meira að gera.

Það kemur fyrir að menn blunda þegar þeir hafa ekkert að gera. Á einni sekúndu eða sekúndubroti, áður en að hann vaknar, getur hann dreymt heila atburðarrás, sem virðist vera mörg ár. Mörg af ykkur hafið upplifað þetta, og thetta hefur verið vísindalega sannað…
Hitt getur líka gerst að menn sofni og séu meðvitundarlausir í fleiri klukkutíma, og þegar þeir vakna halda þeir því fram að þeir hafi bara blundað.

Mín skoðun er að tíminn er aðeins til í hinum afstæða huga. og sé afstæður. Veit ekki hvort einhver nær point-inu sem ég er að reyna að seigja…..En ég reyndi allavegana.. en auðvitað byggist líf okkar á þessari afmörkun tímans. og hjálpar okkur að skipuleggja líf okkar og svoleiðis, mæta í vinnuna kl 8 og allt það. En pælt í þessu dýpra er hann afstæður. Finnst mé