Jæja fallega fólk…aftur þarf ég að leita á náðir ykkar.

Málið er nefnilega að mér er hætt að standa á sama um draumanna mína. Vanalega man ég ekki draumanna mína, en undan farið (c.a. síðan um áramót) er ég farin að muna þá. Oftast hafa þeir bara verið einhverjar skemmtilegar bíómyndir en núna í c.a mánuð þá dreymir mig bara ofbeldi. Ofbeldi sem ég annað hvort veiti sjálf eða verð fyrir.

Dæmi..í einum draum þá dreymdi mig að ég sæti heima hjá bestu vinkonu minni öll klamberuð - með blóðnasir, að fá glóðurauga, marin (hugsanlega brotin) rifbein, jamm bara mjög ílla farinn. Í draumnum þá er ég að segja vinkonu minni frá því hver gekk í skrokk á mér. Viku áður þá dreymdi mér að ég væri að gefa félaga mínum olbogaskot beint á nefið og henda honum fram af svölum (ath, engin tengsl eru á milli þessara vina minna). Og núna þá er ég að vakna upp með þann draum að maðurinn sem ég er skotin í er að lemja mig.

Ok veit einhver hvað þetta getur þýtt allt saman…ein vinkona mín stakk upp á kynlífsvöntun…sem passar ekki (aldrei þessu vant)! Hjálp…ég virkilega vakna annaðslagið með þá tilfinningu að ég þurfi að biðja það fólk afsökunar sem ég “lamdi” í draumi, eða forðast að tala við það fólk sem mig dreymir að sé að berja á mér.

skottan