í nokkur ár hefur mitt helsta áhugamál verið að fræðast og skilja meira, þrá mín eftir visku hefur leytt mig til að lesa mikið og það sem heillaði mig mest voru trúarbrögð og dulspekin sem alltaf býr að baki þeim. Dulspeki er sú speki sem þú meðtekur í stigum, hún hjálpar þér að skilja meira og dýpra í hlutum sem annars, ef dulspekinnar nýtur ekki við, eru beint fyrir sjónum okkar og auðsjáanlegir. Að óttast dulspeki er einsog að óttast viskuna, viskan leitar þig uppi, þú leitar hana ekki uppi, hún er fegurri en allt og í beinum tengslum við guðdóminn sama hvaða nafni hann nefnist (ef einhverju)
Ég vill með þessari grein bara hvetja alla til að drífa sig af stað og sökkva sér oní dulspeki, það er æðislegt, ekkert hættulegt og bara endalaust gefandi, það er úr svo mörgu að velja, svo margt sem heillar s.s kabbala, galdrar á fornum tíma eða galdrar í nútímanum, austurlensk dulspeki og bara allskonar. Sama hvernig manneskja þú ert, kristin, heiðin, trúlaus, fátæk, rík það skiptir engu máli, þaðskaðar engann að vita meira. Fyrir kristnar manneskjur er mikil dulspeki í boði, um að gera að kynna sér allar hliðar kristindómsins áður en óhróður er borinn út um okkur sem þegar höfum gert það, bara vegna orðsins sem þekkingarleit okkar tekur á sig, dulspeki.
Góða ferð…..