Sælt verið fólkið.

Fyrir stuttu fór ég til miðils sem starfar hjá Sálarrannsóknarfélaginu í Reykjavík. Miðillinn sem ég fór til er talnaspekingur og spámiðill. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég fór til miðils og var ég að vonum mjög spennt. Líka bara komin á þann aldur (að verða 22 ára) þar sem má eiginlega segja marka tímamót hjá mér. Komin með íbúð, skóli-vangaveltur um áframhaldandi háskólanám til starfsréttinda (stend á krossgötum hvað ég eigi að læra þar sem mig langar svo að gera margt)og að sjálfsögðu ástarmálin. Finnst ég bara líka vera orðin miklu þroskaðri og tilbúnari til að meðtaka meiri ábyrgð og þess háttar.

Ég trúi mjög mikið á miðla en tek samt öllu með fyrirvara. Fólk má ekki lifa algjörlega eftir því sem miðillinn segir við mann, t.d. varðandi framtíðina eða einblína á hluti sem hann nefnir því þá hættir manni til að missa einmitt af þeim hlutum sem maður ætti að rekast á í lífinu.
En allavega, ég fór með opnum huga til hans og varð ég alls ekki fyrir vonbrigðum. Ferlið fór þannig fram að hann byrjaði að fara yfir tölur lífs míns svo sem peningatölur, happatölur og lífstölu. Síðan fór hann í fortíð, nútíð og framtíð. En hann byrjaði því að lýsa persónuleika mínum, skoðunum mínum og lífsferli mínu í fortíð. Þar nefndi hann ártöl og aldur þar sem einhverjir stórviðburðir/breytingar áttu sér stað hjá mér. Hann var með það sérstaklega á hreinu, gat meira segja sagt sér til um að mér hefði liðið sérstaklega illa á aldursbilinu 14-15 ára vegna álags og öfundar. Geta má að ég spjallaði ekkert við manninn um líf mitt fyrir fundinn og ég þekki hann alls ekki neitt!
Yfir höfuð var fundurinn alveg frábær og uppfyllti allar mínar væntingar. Alveg ótrúlegt hvað hann vissi um líf mitt í fortíð og nútíð en framtíðin er ósvöruð þar sem hlutir sem hann nefnir eru ókomnir. Samt gat hann alveg sagt sér til um einhverja viðburði á ákveðnum mánuðum sem ég var alveg búin að ákveða að gera fram í tímann. Eins fór hann út í fjölskyldu mína og vini - lýsti þeim alveg rosalega vel. Húsnæði, bæði mínu eigin og foreldra minna.

En nú spyr ég. Þeir sem hafa farið til spámiðils, hversu oft stóðst það sem hann sagði varðandi framtíð ykkar? Eftir hvað langan tíma gerðist það sem þið áttuð von á í líf ykkar?

Bara svona forvitni því miðað við hvað hann gat sér mánuðina og viðburðina rétt í fortíð og nútíð, spurning hvort viðburðir í e-m mánuði/mánuðum standist líka í framtíð?

Miðlar eru mismunandi góðir en þessi var alveg einstakur á sínu sviði. Heyrst hafa margar sögur af fals-miðlum sem spyrja svo mikilla spurninga að maður er hálfpartinn búinn að segja honum allt sem hann ætti að vera segja þér. En miðillinn sem ég fór til spurði næstum því ekkert heldur vatt sér út í lýsingar t.d. á mér, sagði bara beint út að ég væri svona og svona manneskja og sömuleiðis um viðburði í fortíð-nútíð mér til mikillar furðu.

En já, endilega segið frá ykkar reynslu. Forvitnin er alveg að fara með mig varðandi framtíð mína því þetta ár á víst að vera alvega svakalega gott og margir óvæntir-góðir atburðir eiga eftir að gerast hjá mér sem munu fylgja mér í áframhaldandi framtíð. En eins og ég sagði, ég ætla mér ekki að lifa eftir því heldur bara taka einn dag fyrir í einu og kannski hafa augun aðeins opin ;)

Með kveðju,
cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)