Ég er búin að vera að lesa nokkrar greinar hjá ykkur og mig langar til að tala um eitt tiltekið mál. Margir vilja halda því fram að draugar séu sprottnir upp frá hinu ríkulegu ýmindunarafli mannskepnunar, og eflaust eru þeir það í mörgum tilfellum, en mig langar að segja frá minni reynslu til samanburðar. OK….Annað hvort er ég næm á svona hluti, farin að kalka LAAANGT fyrir aldur fram eða að ég er geðveik. Ég hreinlega neita að trúa því að ég sé farin að kalka og ég sýni engin merki geðklofa eða neins annars geðsjúkdómar.

Mín reynsla af þessu er eins langt frá því að vera “spúkí” og hugsast getur (fyrir utan eitt atvik sem ég vil alls ekki rifja upp). Þetta virkar þannig að ég veit venjulega ekki að þetta er einhvers annars heims dæmi. T.d. í gær þá rölti ég á eina pöbbinn í þessum smábæ sem ég á aðsetur í og mér var litið í gluggann á salnum sem er stundum leigður út. Ég sá greinilega að það var einhvers konar samkoma í gangi og spurðist fyrir um það. Salurinn var auðvitað tómur, læstur og það var slökkt, ekkert fólk. Ég sá greinilega skugga í glugganum og fólk að sjalla saman. Ég er líka alltaf að lenda í því að ég er farin að tala upphátt. Þá held ég að einhver sem ég þekki standi fyrir aftan mig (eitthvað af heimilisfólkinu) og ég babbla eitthvað útí loftið þar til ég átta mig á að ég er ein. Ég lendi líka í fáránlegum hlutum eins og þegar einhver situr bara og starir á mig, sem er mjög dónalegt (gerist stundum á kaffihúsum). Loks hef ég orð á því við vini mína og þá er aðvitað enginn þar……….Auðvitað halda allir að ég sé eitthvað klikkuð, talandi við sjálfa mig og sonna. Kannski er ég bara klikkuð :)

Þessar reynslur eru ekki byggðar upp á hræðslu. Þetta er bara fyndið. Endilega komið með ykkar “comment”.

Yrja