Mér finst dálítið mikið um lokað fólk sem haldi að það sé skýring á öllu og er með eindæmum neikvætt á að viðurkenna andlega hluti og reyni að skýra út alla hluti á vísindalegan hátt, og svo er líka slatti af fólki sem lendir í einhverju en þorir ekki að nefna það við neinn af ótta við að verða talinn stórskrýtinn.

En mér þætti gaman að fá skýringu á því hvernig heimurinn varð til og hvernig líf varð til. Samkvæmt öllu sem við lærum í skóla þá er alltaf byrjun á öllu (og endir) en hvernig byrjaði lífið og hvernig varð heimurinn til. Vísindamenn segja að heimurinn hafi orðið til í stórri sprengingu, en hvað sprakk og hvernig varð það til og hvað lifnaði við, þarf ekki líf til að hefja líf?. Þetta er vonlaust að útskýra.

Og svo í sambandi við berdrauma og OOBE(out of body experience) þá finst mér það vera skrýtin tilviljun að ég hafi lent í furðulegri upplifun sem að ég vissi ekki hvað var þá, en ég leitaði á netinu og fann helling af síðum sem lýstu því nákvæmlega sem kom fyrir hjá mér (og jafnvel kennslu í hvernig hægt er að stjórna því).

Með allt þetta í huga þá get ég ekki annað en trúað því að það séu fleiri heimar(eða víddir) en sá sem við erum í. Fólk vill alltaf fá áþreifanlegar sannanir eða sjá hlutina sjálft. Myndir nægja ekki þar sem mikið af fake myndum eru í umferð, en ég held að það séu líka margar af þeim raunverulegar. Persónulega myndi ég taka allar myndir með varúð.

Ég held að ef við ætlum að finna einhver svör þá þarf fólk að opna sig meira og tala meira um þessa hluti (með opnum hug). Það eru mörg svör til nú þegar sem við þurfum bara að lesa okkur til um og jafnvel tala við menn sem eru fróðari í þessum málum.

Ég vona að þessi grein vekji fólk aðeins til umhugsunar (ég er kanski skrítinn en ég hef gaman af því að spá í þetta) :P