Hæ þið öll sömul.

Ég er búin að lesa heilmikið hérna af innleggjum frá ykkur. Hef gaman af.

Mér sýnist það vera gegnumgangandi krafa, hjá mörgum sem svara pælingum um hið yfirnáttúrulega, að fá einhvers konar sönnun.

Nú er ég bara að velta fyrir mér hvert gildi sönnunar sem slíkrar er.

Mynduð þið segja að sönnun væri sama og staðreynd
eða sannleikur?

Hver er ykkar skilgreining á sönnun?

Er ekki svolítið heftandi að vilja fá sönnun fyrir öllu? Nú er margt svo hrikalega afstætt, eða hvað?
Til eru mörg fræði sem hafa ekki eina einustu kenningu sem stenst (er sannanleg), dæmi eru stjórnmálafræði og heimspeki.
En þýðir það þá að allt þar sem er kennt sé lýgi, eða geti ekki átt sér stað í raunveruleika? Meira að segja setningar eins og “réttlæti er gott!” standast ekki. Eigum við þá bara að henda þessu öllu út í buskann þar sem við fáum ekki haldbæra sönnun?
Ef hægt er að upplifa eitthvað yfirnáttúrulegt þá hlýtur það að vera ansi persónuleg upplifun. Þá á ég við, einstæð upplifun. Það að mig dreymi einhvern ákveðinn draum er einungis mín upplifun, ég get ekki upplifað það með öðrum og get á engan hátt sýnt eða sannað að mig hafi dreymt þennan draum. En þýðir það þá að mig hafi ekki dreymt hann?
Það er staðreynd að mig dreymdi drauminn, sannleikur, en þó get ég ekki fært sönnur fyrir því.

Hvað finnst ykkur?

Persefone