Dulspeki má líkja við trúarbrögð, þetta er ekki eitthvað áþreifanlegt en þú verður að trúa því að þetta sé til.

Fólk upplifir ýmis konar kraftaverk í trúariðkun sinni sem það túlkar á ýmsan máta. Ég er persónulega trúaður, trúi á lífið í kringum mig og kraft þess til að hafa áhrif á umhverfi okkar.

Margt það sem ég hef lent í sannfærir mig að ekki er allt sem sýnist í þessari litlu veröld okkar. Staðreyndin um árur er til dæmis hægt að sanna á þann máta að þær séu orka sem við gefum frá okkur, þetta er ekkert erfitt að samþykkja ef við vitum það að orka er varmi. Ef þú horfir á manneskju við svartan bakrunn getur þú greint áru þeirrar manneskju, þó aðstæður takmarki hversu vel þú sérð hana.

Hversu oft hefur þú fundið fyrir því að einhver sé að horfa á eftir þér? þú lítur við og sérð samt engan. Staðreyndin er sú að það ER einhver að horfa á eftir þér, þar sem sögnin að horfa getur þýtt ýmislegt annað í þessu samhengi.

Ég hef séð það sem fólk vill kalla draug, einnig verið snertur af þess lags veru. Ég ætla ekki að þykjast skilja þessi fyrirbrigði, en auðvitað hugsar maður á þá leið að þetta sé látið fólk.

Uppspuni eða ekki er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig það varð að guðir og alls kyns ósnertanleg fyrirbrigði urðu til. Líklega vegna þess að það eru til spurningar sem við getum ekki svarað, og búum okkur þess vegna til svar. Hvers vegna svona svar? Er það vegna þess að okkur dreymir? Er það vegna þess að það er eitthvað til í því…eða er það vegna þess að við getum búið til hluti í höfðinu á okkur sem geta ekki mögulega verið til í hinum snertanlega heimi? Hvernig getum við ímyndað okkur eitthvað sem getur ekki verið til?

bj0rn - snerting getur verið betri en snerting