Ljós Í Myrkri

Mykraverur – Banshees

Já, ég ætla að segja frá reynslu sögu hér sem að tengjast verum að nafni banshee, sem að ég vona að flestir hér þekkja, en allavega, þá eru banshees verur sem birtast oftast í draumum, og að birtast aðeins til þess að tilkynna dauða einhvers eða draga mann með sér niður í þunglyndi, og það seinna í mínu tilfelli, en eins og ég orða það sjálfur og fleiri, þá er ég mjög svo heppinn. En verur banshees eru kvennverur, illar, illa til fara, oft í svörtu dressi og í dökk grænu undir, gömlum fötum og rifnum, en sjálfur náði ég ekki klæðnaðinu vel nema að þær voru í rifnum og tættum löfrum, sem sagt fín lýsing á hinu. En skal ég það taka fram að þessar verur eru MJÖG sjaldséðar og sjaldgæfar, og að það eru ekki margir sem að lenda í þessum verum, og ekki er talið að margir sleppi eins vel og ég, en þessar verur eiga upptök sín í Englandi eða þar um slóðir.

Já, mig dreymdi draum fyrir allnokkru, um að ég væri alltaf í myrkri, svo kom fljúgandi ljós, eða svona lítil ljósfluga, sem lýsti upp svona “spotlight” ef þið fattið hvað ég á við.
Og að ég þá sá því það birti betur til í þessu myrkri sem ég var í, þá sá ég verur þar, nokkrar, og það svolítið hræðilegar verur, samt eins og þær væru einhverskonar menskar samt.. og ég varð náttúrulega hræddur og fór inní ljósið, til að finna frið, en ljósið brenndi mig, eins og ljós brennir vampíru, og ég fór útúr því strax, og varð þá fyrir áhlaupum frá verunum sem réðust á mig, en náðu mér aldrei, því ég náði alltaf að flýja þær, en svo stökk til mín vera aftan frá og tók um mig, og var að ýta mér inní ljósið, og þá vaknaði ég.

Þennan draum dreymdi mig oft og mörgum sinnum í röð, en svo fékk ég ráðningu og eftir það hætti mig að dreyma þennan draum, og ráðningin var sú að þarna voru banshees á ferð, og ég átti að passa mig vel og vera alltaf á verði.. og það gerði ég.

En með tímanum fór ég að verða meira og meira þunglyndur, og var þannig í nokkuð langann tíma, en fór aldrei í alvarlegt þunglyndi, en þegar ég var að sökkva sem dýpst, þá fattaði ég hvað lífið getur verið æðislegt, og fór að hugsa, og allt varð gott hjá mér bara, og ég sá lífið í betra ljósi þá, og fattaði að ég var að hætta að verða þunglyndur, og svo tók ég próf og eitthvað og ég varð svo hættur að vera þunglyndur, og þann nóttina eftir er ég fattaði það, þá dreymdi mig draum, nokkurskonar framhaldsdraum.

Það var þannig að ég var á sama stað og ég endaði, fór inní ljósið, og það var ekki sárskaukafullt, þá leit ég við, og þessi kona var ekki eins og hinar, þessi var falleg, góð og leit ekki út fyrir að vera ill, hún var góðleg, hún leiddi mig burtu, og ljósið fyldi með þannig að við fórum ekki inní myrkrið, og verurnar komust ekki inní ljósið, og hún leiddi mig á góðan stað, stað sem mér leið vel á, var mikið ljós og blóm og fuglar að syngja og þetta var svona góður staður, hún lét mig leggjast og þá vaknaði ég.

Vaknaði mjög svo glaður, leit út, þá var gott veður, og fuglar að syngja eins og í draumnum, og ég lá svona í rúminu mínu í chillinu, vel ánægður, og þá fattaði ég drauminn, allt þetta vesen.. það rann upp fyrir mér bara strax og ég fattaði allt þá, og ég réð þetta allt svona.

Að þessar verur banshees birtust mér til að draga mig með sér niður í þunglyndi, en náðu mér ekki í draumunum því ég náði alltaf að flýja, þannig að ég sökk aldrei í alvarlegt þunglyndi, þær birtust og þær létu mig sökkva í þunglyndi, og vera lengi, en ég hélt því mjög leyndu fyrir öllum, en þær náðu mér ekki í draumnum, þannig að það má segja að ég hafi alltaf náð að flýja það að sökkva í alvarlegt þunglyndi, en náði ekki að fara í þunglyndi samt, en svo fór þetta að verða betra og betra og ég hætti meir og meir að verða þunglyndur, og þá dreymdi mig drauminn.. “framhaldsdrauminn” og hann var þannig, að þetta var eflaust verndari minn sem að hjálpaði mér þarna í átökunum við banshees, og það var hún þessi góða sem leiddi mig svo burt frá þeim í ljósinu, og leiddi mig uppúr þunglyndinu :) Og var mín ráðning góð og sönn.

Bestu þakkir fær Arnar Valur fyrir alla hjálpina í þessu.