Rannsóknir á hinu yfirnáttúrulega á 21. öldinni Margt fólk sem skrifar hérna heldur annaðhvort að ýmiskonar yfirskilvitlegir hlutir hafi verið vísindalega sannaðir eða þá halda aðrir að þessu hafi öllu verið afneitað af vísindunum og sé bara kerlingabækur nú til dags. Báðir hóparnir hafa rangt fyrir sér.. þó hefur seinni hópurinn meira rétt fyrir. Sumir vísindamenn harðneita öllu í þessum dúr en má segja það sé gert meira vegna heimspekilegra skoðanna þessara manna en ekki vísindastarfa þeirra.

En ég ætla hérna að stuttlega fjalla um þau fyrirbæri sem fámennur hópur vísindamanna rannsakar. Ekki látast blekkjast þó því ég er ekki bara að tala um dularsálfræðinga heldur vísindamenn og í sumum tilfellum mjög virta.

Í dag beina vísindamenn mest sjónum að, og telja líklegast að geti staðist, fyrirbærin “micro psychokinesis” (PK), “remote viewing” (RV) og “extra sensory perception” (ESP), þar sem áhuginn á esp er hvað sístur.

Þarna fremst í flokki fer örugglega Princeton Engineering Anomalies Research (PEAR) heimasíða: http://www.princeton.edu/~pear/
Þetta er fremur virtur rannsóknarhópur, miðað við þessa tegund rannsókna , enda eru engir slorar við Princeton háskólann.

MK, sem samkvæmt mínum skilningi margir sem vinna við PEAR hópinn trúa að eigi sér stoð í raunveruleikanum, er þegar haft er áhrif á mjög smáa hluti með hugaraflinu einu saman. Þetta er vinsælasta rannsóknarefnið af þessum toga í dag og mestar vonir eru bundnar við að hægt verði að sanna í framtíðinni.

Samkvæmt kenningum sem tengjast MK hafa mennirnir of veika “hugarorku” til að hafa áhrif á stóra hluti (fótbolta, blýant) en næga til að hafa áhrifa á litla hluti (rásir í tölvu, örsmáar lífverur). Þessi kenning er studd með skammtafræðilegum kenningum en samkvæmt þeim hafa eindir bylgjuform og hví ætti þá mannshugurinn ekki að geta haft áhrif á umhverfið að einhverju leiti í bylgjuformi sínu?

En á móti þessu má hinsvegar segja að mikið er vinsælt í dag að bera fyrir sig skammtafræðinni í hinu og þessu misvísindalegu.

Remote viewing fjallar um hæfileika mannsins til að “sjá” í huganum staði sem hann hefur ekki áður séð. CIA rannsakaði þennan umdeilda “hæfileika” á tímum kalda stríðsins og víst hafa rússarnir gert það einnig en þeim rannsóknum var lokað og hætt og var alveg örugglega ein af ástæðunum skortur á jákvæðum niðurstöðum. Í dag er nokkur gróska í þessu viðfangsefni og enn er verið að fullkomna aðferðir við rannsóknir á þessu. Þó er alls ekki hægt að neitt sé sannað í þessum efnum og má vel draga í efa að slíkt verði nokkrusinni gert.

ESP.. já esp ég ætla ekkert að vera tala mikið um það. Það er ekki mikið rannsakað í dag en hefur snúist mikið um tilraunir með spil þ.e. að reyna segja hvaða tákn spil hafi án þess að sjá þau. Það mætti kannski segja að RV flokkist undir ESP því esp táknar einhverskonar “skynjun” eða “dulskynjun”. ESP er ekki ferskt rannsóknarefni og hefur verið marg rannsakað og alrei fengið neina niðurstöðu. Það er alls ekki sannað eins og sumir halda en ekki heldur afsannað.

Áhugi á draugum og eftirlífi er lítill miðað við það ofangreinda þó dauðinn og eftirlífið hafi náttúrulega alltaf haft áhuga að gegna.

Ég held að greiið draugarnir þurfi að reka lesina nú til dags. Lítið þykir spennadi fyrir feril vísindamanna nú til dags að fást við draugarannsóknir. Þar held ég að helst séu dularsálfræðingar að rannsaka og þá oftast ekki ekki með vísindamenntun að baki.

Það er enn verið að rannsaka svonefnt “near death experience” (NDE) en svo sýnist manni að því meira sem það er rannsakað því minna virðist það ætla að sanna líf eftir dauðan. Þó er að mínu mati ekki hægt að hrekja að NDE geti táknað líf eftir dauðan með rannsóknum. Ég held að þetta sé bara eitthvað sem verður umdeilanlegt og engin almennileg niðurstaða fáist nema þá kannski í fjarlægri framtíð.