Hvað getur heilinn afrekað og hvað er mikil þekking á starfsemi hans.
Þekktar rannsóknir víða um heim á getu heilans að senda boð til annars heila, er þekkt sem hugtakið hugsanaflutningur og niðurstöður teljast vísindalega sannaðar að fyrirbærið er til staðar, en ekki vitað hversu víðtækt fyrirbærið er. Á yngri árum var talað um að maður væri næmur á hitt og þetta. Til að mynda gat ég sagt fyrir hverjir kæmu í heimsókn og hverjir hugleiddu en hættu við. Það fékk maður að vita næst er gestirnir komu í heimsókn, þá bjó ég í öðru bæjarfélagi. Ósjaldan kom það fyrir að þegar ég ætlaði að hringja í einhvernþá var hann í sambandinu og hafði fengið svo sterka löngun til að hringja í mig þó hann gerði sér ekki grein fyrir hvers vegna. Hann eða sá var aðein á undann að hringja og ég lyfti tólinu áður en næði að hringja. Í vinahóp og ekki síst skemmtilegum, kom það ekki ósjaldan fyrir að þegar ég ætlaði að segja eitthvað var einhver annar í hópnum á undan að nefna það, en það kom einnig fyrir hina. Einstaka sinnum kom í huga mér hugsanir er ég átti ekki vana til að burðast með eða nota. Datt mér í hug að sennilega væru þetta hugsanir annars manns orð og hugtök er ég að jafnaði nota ekki. All oft heyrði ég kallað á mig þó ekki væri neinn í næsta nágrenni við mig þá stundina og svo framvegis. Af mörgu er að taka, en læt þetta duga, en ég vil aðeins minnast á drauma. Mjög oft kemur það fyrir að ég man allt að 5 drauma að morgni. Flestir þeirra eru ekkert óvenjulegir fjalla til að mynda um samskipti við vini og vandamen, en sumir af draumunum eru stór merkilegir og get ég jafnvel lært eitt og annað er þar kemur fram. All margir draumar eru þannig að ég svíf í loftinu bæði sem byrjandi og þjálfaður í svifi. Í fjögur skipti sem ég man allvel ,hefur mig dreymt að ég væri að dreyma og svo vaknað í draumnum sagt drauminn og síðan vaknað og sagt báða draumana. Á efri árum hef ég leitað skýringa á þessari næmni og einnig á þessum draumum og ýmsu er snertir starfssemi heilans og fara vangaveltur mínar hér með, gaman ef einhver hefur svipaða reynslu og léti mig vita ég reikna ekki með að ég sé einn um þetta.
Öll skynjun mannshugans er af efni sprottin öll hræring heilans einnig, enda er heilinn efni. Skynjanir og sýnir, í heila stafa frá öðrum heila og eða hefur bein áhrif á annann heila. Engu skiptir hverju trúað er eða ekki trúað, lögmálin eru starfandi eins og þau hafa gert frá upphafi. Jörðin var kúla þó rifist væri heiftarlega um flatajörð. Öll starfsemi hugans sem afneituð er í fari mannsins er af efni sprottin. Það er merkilegt að þeir er gagnrýna hvað mest þessa svokölluðu andlega starfssemi og heimta sannanir, eru trúaðri á fyrirbærin en þeir sem sem hafa óþægindin af þessari afurð heilans og náttúrunnar. Þeir sætta sig við að þetta séu andar og þaðan af verra, en afneita þessu jafnframt. Þeir vita sem er að ekkert gerist án efnis, allt sem þeir skynja í umhverfinu sínu er fyrst og fremst, efni og orka. Þeir hafa rétt fyrir sér með það að ekkert er til óefnislegt sem starfar á fullu eins og efni og líkaminn. Nei það er ekki hægt, enda ekki til, aftur á móti er til orka, en hún hugsar ekki sjálfstætt, enda er hún orka og getur ekki starfað sjálfstætt utan efnis þar sem hún á allt undir efninu komið. Efnið getur ekki hugsað eða framkvæmt án orku. Erum við að tala um mótsagnir, annarsvegar þeir sem skynja ýmislegt sem aðrir skynja ekki og hinsvegar hinir sem ekkert skynja eða afneita öllu slíku. Hvor hefur rétt fyrir sér. Áður en hægt er að gefa svar verður að kanna bæði tilvikinn ofan í kjölinn í ljósi þess að einn skynjar það sem ekki á að vera hægt miðað við þekkingarstig og svo hinn sem afneitar öllu óþéttu og efnislausu. En getur niðurstaðan verið sú að báðir hafi rétt fyrir sér. Hvað með orð W. Shakespeare, að vera eða ekki vera. Förum aðeins út fyrir efnið og þó ekki, en samt.
Sérstakur hópur sérfræðinga tók sig til við að kanna tilveru látinna einstaklinga og voru niður stöður birtar og eru öllum aðgengilegar og taldar fullkomlega vísindalega sannaðar. Gögnin voru lögð fram á ráðstefnu haustið 1997 í Basel í Sviss sem haldin var af parasálfræðingum og öðrum vísindamönnum á sviði fyrirburðafræð. Einnig má benda á allar þær rannsóknir sem einstaklingar hafa gengist undir við rannsóknir vísindanna víða um heim á fólki með hina undarlegustu hæfileika .
Niðurstaðan er augljós þeim er skilja tengsl orku og efnis, því ekkert gerist án samspils efnis og orku. Útvarpsbylgjur berast frá efni um loft og geim án efnis en til að þær skili því sm ætlast er til af þeim og mótaðar til með útsendingunni þarf annað tæki úr efni til að móta skilaboðin í það form er ætlunin var til að mynda hljóð og mynd. Eins er með þetta starf heilans og útvarpsbylgjunnar, heili sendir heili móttekur. Vitund sem hefur enga efnis og eða orku undirstöðu er ekki til og verður aldrei til, eins og sagt er í upphafi þessa pistils er þess getið að ekkert gerist án samspils þessara tveggja þátta. Og ef látinn einstaklingur gerir vart við sig í heila einhvers og finnst hann finna fyrir honum eða sést í heila annars. Er það bara plat má spyrja, nei það sannar aðeins að þetta fyrirbæri fylgir manninum og mun fylgja honum því þetta er hluti lífsins og hlutverki mannsins í sköpunarverkinu. Maðurinn er hluti að efnisheild lífsins og nýtur þar allra kosta sem hann leggur upp í sínu lífshlaupi. Til þess að hann birtist sjónum annara og eða gerir vart vð sig þýðir einfaldlega að hann er í efni fyrst honum er mögulegt að gera svona, en hvar er þá maðurinn ef hann lifir þótt dauður sé, samkvæmt niðurstöðu vísindalegrar rannsókna og persónulegra eigin rannsókna milljóna íbúa þessa hnatta um þúsundir ára og alda.
Yfirskrift fyrrnefndar ráðstefnu var, “Spurningin er ekki lengur sú hvort við lifum eftir líkamsdauðann, heldur hvert við förum eftir dauðann og hvert ástand okkar verður.”
Þessa yfirlýsingu gefa þeir vísindamenn, sem í rauninni eru þeir einu, sem með réttu geta fullyrt þetta.
Fullyrðing þessi er sett fram eftir margra ára rannsóknir og er fullreynd sem vísindaleg niðurstað