Amma mín er ekki týpíska amman… alls ekki… :) En ég nenni nú ekki að skýra það betur út. En hún Amma mín hefur fengið fyrirboða um ýmsa hluti, nóttina áður en gosið í Heimaey var dreymdi hana að hún var úti að labba með mömmu mína (sem var þá lítil)og þær voru að labba á miklu hrauni og ösku en það voru samt hús þarna. Svo næsta dag byrjaði gosið. Næsta skipti var þegar afi dótturdóttur hennar dó (ekki maðurinn hennar) hann fékk hjartaáfall þegar hann var einn á rjúpnaveiðum, nóttina áður dreymdi hana að hún væri úti að labba með mömmu mína (þá orðin eldri en var samt barn í draumnum) uppi á heiði og sá blóm sem var að fölna fyrir augunum á henni. Svo var það í þriðja skipti, en því miður man ég það bara ekki í augnablikinu. En þetta er ekki það eina, hún amma mín man eftir fyrra lífi sínu, bara brot, þetta er það sem hún man, hún er að hlaupa í gegnum skóg, er með ungabarn í fanginu… henni finnst eins og það sé eldur í skóginum, hún er a.m.k. að flýja eitthvað, hún er ung, um 20. hún er dökk, indjánaleg. Þegar hún var ólétt af mömmu minni þá dreymdi hana gamla konu sem hún þekkti (var dáin þá) sem var að biðja hana um að skíra hana sérstöku nafni, hún gerði það ekki en hefur alltaf séð eftir því. Svona er hún amma mín… ekki hin týpíska amma.
Just ask yourself: WWCD!