Það er ekki á allra færi að gera sér grein fyrir því, hverjir það eru, sem hafa raunverulegann áhuga á dulspeki, þegar lesnar eru þær greinar, sem eru hér á Huga.is og fjalla um dulrænfyrirbrigði.
Mig langar að benda á það, að menn eiga ekki að gera lítið úr reynslu annara í þessum efnum, eins og mér finnst oft brenna við, þegar fólk er að birta greinar af reynslu sinni og drauma sem það langar að ráða úr. Það eru mörg lítil og stór ef í lífi okkar, og margt sem við getum brotið hugann um alla æfi okkar, án þess að komast nokkurn tíma að endanlegri niðurstöðu. Það er gott að hafa það sem reglu að trúa engu í þessum efnum, nema því sem maður hefur sjálfur reynt og séð, og jafnframt er það góð regla að afneyta engu af reynslu annara, sem maður ekki getur sannreynt sjálfur. það er svo margt í þessum heimi, sem ekki hefur tekist að útskýra, þrátt fyrir aukna tækni og þekkingu á eðli mannshugans. Þess vegna finnst mér að margir mættu vera málefnalegri, þegar þeir eru að svara greinum þeirra, sem vilja miðla af reynslu sinni og eru að leita svara við einhverju sem þeir kunna engin skil á. Það er sjálfsagt að hafa gaman af þessu og vera með létt grín, en það er óþarfi að hafa grínið þannig að það særi við kvæmar sálir.