Ég verð að segja ykkur frá ömmu ömmu minnar, þ.e.a.s langa lang ömmu. Hún amma mín bjó á bæ í Eyjafjarðarsveit sem hétu Æsustaðir.
Þetta var nú bara venjulegt bú, torfhús og allt sem því fylgir. Allir mínir forfeður í þessa ættina hafa verið ósköp gott fólk, felst allir að ég held. Nema hvað, amma mín og langa lang amma voru mjög nánar, voru miklir vinir og spjölluðu um allt og ekkert.
Þegar hún amma mín er um 7 ára og hin orðin nálægt áttræðu að ég held, þá segir hún við ömmu mína að ef hún sjái hana einhvern tíman eftir að hún sé dáin að þá megi hún ekki verða hrædd. Amma jánkar þessu bara og heldur áfram að gera það sem hún var að gera, hún var nú bara 7 ára. Svo gerist það að sú gamla deyr og tveimur árum eftir andlát hennar er amma að koma inn í stofu, og sér ömmu sína standa í miðri stofunni og brosa til hennar. Ömmu minni krossbrá og rauk út. Síðan sá hún hana aldrei aftur.
Fólk getur kannski haldið að þetta sé tómt rugl, því hún var ekki nema um 9 ára en þetta er deginum sannara, því hún talaði enn um þetta áður en að elliglöpin komu yfir hana. Þetta er nú ekki eina sagan af henni ömmu minni, o nei.
Þakka fyrir lesturinn.
Siggibet