… eða hvað?
Merkilegt. Á Erfðafræði-Íslandi er starfsræktur einn Hugi, þessi Hugi, enginn annar (enda enginn annar), og það er ekkert um erfðafræði eða líftæknifræði eða… líffræði… eða eitthvað þannig.
Það sem ég er að velta fyrir mér… er hvort að það sé til gen sem sé IP-tölu genið. Já, fyrir þá sem ekki vita stendur IP fyrir Internet Protocol, og IP-tala er semsagt “IP Address” á ensku, og er notað til að greina vélar í sundur (án þess að ég verði of tæknilegur, þetta er orðið of tæknilegt fyrir þetta áhugamál nú þegar :). Þeir ykkar sem nota tölvur (allir) getið prófað úr skel (DOS fyrir ykkur Windowslinga) að skrifa “nslookup www.hugi.is”, og þá sjáið þið “Address: 194.105.224.18”.
Núna mun ég líklega muna þessa tölu heillengi. Og þaðan kemur þessi pæling einmit; ég man IP tölur o.þ.h., á meðan t.d. vinnufélagi minn sem deilir með mér skrifstofu, getur ekki munað svona í meira en 12 sekúndur. Jájá.
Eða ætli þetta sé kannski bara boredom-genið eftir allt?