Eitt hefur verið að angra mig nokkuð um tíma. Til er fólk, og þar á meðal býst ég við að séu margir hér inni, sem trúir því að við höfum sál sem endurholdgast aftur og aftur, nær ef til vill að komast á eitthvað æðra tilverustig og er þá ekki lengur bundin af holdsins hlekkjum.

Burtséð frá því hvort að sálin losni einhvern tímann frá holdinu (og burtséð frá því hvort að sálin sé yfirleitt til), er einhver sem hefur hugmynd um hvaðan sálirnar koma? Ég meina, nú fjölgar mannkyni ótt og títt, nær óstöðvandi fjölgun, og allir þessir nýju líkamar hljóta að fá sál. Sumar sálirnar eru gamlar og reyndar, búnar að standa í þessu í fjögur eða fimm þúsund ár, en það er bara ekki nóg. Fleiri fæðast en deyja. Verða til nýjar sálir, eða er þessum gömlu einfaldlega skipt í tvennt (eða þrennt, fernt, og svo framvegis)?
All we need is just a little patience.