Til að byrja með ætla ég að koma með smá fróðleik..Þegar fólk deyr þá hættir það að anda, hættir hjarta þess að slá, þeir geta ekki heyrt í okkur, ekki séð okkur…og ekki talað við okkur. Því þau eru dáin..Svo í flestum tilvikum er líkami þess látna settur í kistu sem fer svo ca 3-4 metra ofan í jörðina og liggur þar um ókomna framtíð.

Ég hef nokkrum sinnum á ævinni séð fólk sem heldur því stöðugt fram að það geti séð dáið fólk í kringum sig, og að það geti talað við fólk að handan..Fyrst dáðist maður hálfpartinn af þessu fólki, vonaði að maður gæti gert það sama..En með aldrinum fer maður að átta sig svona smám saman, það er ekki hægt að tala við dáið fólk því að það er dáið, ekki til lengur…En samt segist þetta fólk vera talandi við dáið fólk.
Svo það hlýtur bara að vera að þetta sé einhver sjálfsblekking, að fólk lifi virkilega í þeirri trú að það sjái framliðna eða geti heyrt í þeim og talað við þau og fengið svör…Því miður, þið skyggna fólk, sem manneskja sem hefur enga trú á svona yfirnáttúrulegum trúum, verð ég að segja ykkur að þetta er bara ekki hægt, svo ef þið teljið ykkur getað talað við dáið fólk eða séð það hljótið þið að vera geðveik.

Er himnaríki til, er Guð til? Það má vera en þeir sem eru í þeim heimi (ef hann er til) geta ekki talað við okkur, og við getum ekki talað við þau..Því þetta eru tveir ólíkir heimar, svo að þeir sem eru dánir eru ekki til hérna lengur, og þar af leiðandi er ekki hægt að tala við þau..

En það væri nú kannski svolítið djarft að halda því fram að miðlar væru allir geðveikir, en þetta er samt þannig að þeir miðlar sem eru ekki geðveikir eru fals…Því það er ekki hægt að tala við dáið fólk!

Held að ég ljúki bara máli mínu hér en gaman væri að heyra ykkar skoðanir..

Kveðja,
Ablaze
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.