Ég ákvað að senda hérna inn smá grein bara um hitt og þetta.. því það er nú svo lítið að gerast hérna núna sé ég :P

en já í gærkvöldi vorum við mamma eitthvað að spjalla inní eldhúsi.. og fórum að tala um drauga og þannig.. og sko mamma er frekar næm fyrir draugum, hún sér þá ekki oft en hún finnur mikið fyrir þeim. svo finn ég aðeins fyrir draugum, en litla systir mín er verst, það þurfti að loka á þetta hjá henni þegar hún var yngri því hún var eiginlega alltaf hrædd og þannig, og nú er bráðum verið að fara loka fyrir þetta aftur hjá henni því hún er farin að finna svo rosalega fyrir þessu aftur. en við vitum um drauga heima.. t.d. afi fylgir mömmu alltaf og langamma fylgir henni líka, og svo hundurinn okkar Simbi hann er hjá okkur.. þetta er semsagt fólkið sem er eiginlega alveg alltaf hjá okkur.
og mamma einmitt finnur fyrir þeim, og svo stóðum við að spjalla og mamma sagði alltíeinu “jaa ég finn núna að það er einhver hérna hjá okkur, finn dyrir þunga í hálsinum og finn svona ”strauma“ þegar ég þreyfa útí loftið” .. og ég þarna að drukkna úr myrkfælni fannst ekki sniðugt að mamma væri að segja e-ð svona.. en hún er ekkert að ljúga þessu sko. svo fór hún enn eina ferðina að segja mér frá sögunni þegar hún gisti hjá systir sinni þegar hún var yngri, og var þá að passa barnið hennar og það var svona hús sem var stútfullt af ókunnugum draugum. og eina nóttina vaknaði hún við það að hún var dregin á hárinu fram úr rúminu og það var kona sem var að því og konan sagði allan tíman “komdu, ég þarf að sýna þér soldið, komdu” …
ok nú halda allir að eg sé sona að leika mér að ljúga einhverja steypu eða þá að mamma sé að segja þessa sögu til að hræða mig eða eitthvað þannig.. en þetta er alveg satt, enda er ég búin að heyra þessa sögu nokkuð oft, og alltaf alveg eins.. semsagt engin lýgi..

svo var mamma að segja mér sögu frá manni sem bjó í noregi (mamma þekkti frænku mannsins).. og sagan var sko þannig að það var maður að keyra og sá þá stelpu húkka og það var mígandi rigning og hann stoppaði fyrir stelpunni og hleypti henni inní bílinn, og hún var rennandi blaut og hann lét hana fá jakkann sinn. þau keyrðu af stað og hún svo benti honum á húsið sem hún átti heima í en sagði ekki neitt.. benti bara. hann hleypti henni þá út og keyrði svo bara uppá hótel sem hann var á og fór bara að sofa.. daginn eftir var hann á leiðinni á e-rn fund og mundi þá að stelpan hefði verið í jakkanum hans kvöldið áður. og hann keyrði þá heim til stelpunnar og bankaði uppá og þá kom pabbi henna rtil dyra, hann kynnti sig og sagði að hann hefði skutlað dóttur hans heim kvöldið áður og hann hafi lánað henni jakkan sinn og gleymdi að taka hann aftur þegar hún fór. og pabbinn horfði skringilega á hann og bauð honum inn og vildi fá að ræða aðeins betur við hann, og hellti uppá kaffi fyrir manninn og leita af jakkanum. á meðan sá maðurinn mynd af stelpunni á borðinu og sagði við pabbann “já hérna er einmitt dóttir þín sem ég skutlaði heim í gær” ..
þeir fengu sér sæti og þá sagði pabbinn “veistu það getur ekki verið að þú hafi skutlað dóttur minni heim í gær því hún dó fyrir 3 árum” og maðurinn var alveg 100% á því og sagði bara að annað gæti ekki verið, að sætið hafi verið blautt eftir hana og að hún hafi tekið jakkann hans með sér og allt. en pabbinn auðvitað stóð fastur á sínu og þeir fóru saman að leiði stelpunnar. þegar þeir komu þangað þá var jakki mannsinns á leiðinu hennar. og þetta var ekki fyrsta sinn sem pabbinn hafði lennt í þessu sko, held að þetta var annað sinn.
og maðurinn hann hálf sturlaðist eftir að hafa lennt í þessu, því að sko normenn trúa ekki jafn fast og við á drauga og þannig..
en já þetta var semsagt líka sönn saga, og þeir sem vilja trúa mér trúa mér.. aðrir halda sennilega að ég sé klikkuð eða heimsk. :P

jébbjébb.. vildi bara aðeins koma umræðum af stað hérna á hugi.is/dulspeki .. þar sem er lítið að gerast akkurat núna. segji kanski fleiri sögur seinna, er hérna með fullt “minniskort” í heilanum á mér með sönnum draugasögum :D en þetta voru sona óhugnalegustu þannig séð..
"