ég veit ekki alveg hvort þetta passi inn hérna en ég reyni bara.
Þannig er það að þetta byrjaði allt um daginn. Ég var að hátta mig og á leið í rúmið og ég er með svona rúllugardínur í herberginu og þegar að ég er að klæða mig í rúllast gardínan upp. Mér brá ekkert smá en rullaði þeim aftur upp. Þetta var ekkert spes. En svo leggst ég upp í rúmið og ég fer að heyra raddir og alltaf þegar að ég loka augunum þá sé ég svona draug. Gæti náttúrulega bara verið ímyndun. En skiptir ekki máli. Ég opna augun. Ég sé óskýrt móta fyrir manneskju fyrir framan mig. Ég loka augunum og opna þau aftur og kveiki á lampa sem er við hliðina á mér. Ég stend upp og slekk á tónlistinni því að það heyrðist undarlega í honum og ég var farin að vera svolítið hrædd. Ég fer aftur upp í rúmið og leggst þannig að ég sé bara vegginn. Ég loka augunum og ég finn fyrir því að einhver er að strjúka á mér lappirnar. Ég opna augun en enginn er þarna. Ég loka þeim aftur og reyni að sofna. Ég finn aftur fyrir því að einhver stríkur á mér höfuðið og það er eins og einhver sé að halda utan um mig. Svona þegar fólk liggur og einhver heldur svona um magann á manni. Voða erfitt að útskýra. Ég er að verða alvarlega hrædd þá. Ég fer með faðir vorið og þá líður mér mun betur. Eftir það leggst ég niður og fer að sofa. Samt kemur alltaf þessi tilfinning um það að það sé einhver annar en ég inni í herberginu. Þetta var ekki draumur og ég er sannfærð um að það er reimt inni í herberginu mínum. Og ég finn bara fyrir því inni í mínu herbergi. Hvergi annarsstaðar.
Annaðhvort er ég alvarlega geðveik eða með svona mikið ímyndunarafl. Draugar eru ekki til og ég tel það sem synd :S hvað ger ég gert?