Byrjum bara á pendúli , þetta “apparat” er mjög sniðugt og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég geng alltaf með minn á mér ef ég mundi þurfa að tala við verndarann minn t.d “óbeint” þeas Já/Nei/ og Kannski svör. Og þessi grein er með pínu bland af mörgu :)

Ég ætla lýsa hvernig pendúllinn hreyfist, meina… hvað er það sem lætur hann hreyfast? Mín kenning er sú að mannssálin er einhverskonar “ batterí ” líkamans. Oki, málið er (í kenningunni minni) að sálin er “ the main battery ” og svo eru það orkustöðvarnar ( chakras ) og út frá sálinni fer þessi orka í orkustöðvarnar og þær eru 7; og það eru líka orkustöðvar í höndunum og putonum, og þetta er allt tengt, þannig geta verndararnir tjáð sig með orku sem kemur #7 orkustöð. En hérna eru lýsingarnar um orkustöðvarnar:

#1 Rótarsöðin (“ Security Center ” eða Muladhara ). Er aðeins fyrir neðan kynfærin, eða neðst við mænuna og litur þessara stöðvar er rauður. Tónninn er “ C ” og er líka stöð hreyfingar og undirstöðu. Þegar þessi stöð er ójafnvægi þá finnur maður fyrir ótta og líka fyrir óþekktum ótta, ofsóknarkennd og litlum tengslum við lífið. En aftur á móti þegar þessi stöð er stöðug þá finnur maður fyrir öryggi, trausti, og gleði og margt sem tengist því. Elementið á þessari stöð er Jörðin og þá hlítur skilningarvitið vera lyktarskinið.

#2 Naflastöðin (“ Sensation Center ” eða Svadhisthana ). Þessi stöð er við naflan , eða rétt fyrir neðan magann, og litur þessara stöðvar er appelsínugulur. Tónninn er “D” og er stöð tilfinninga, kynhneigð, og þráar. Þegar þessi stöð er í jafnvægi þá er vanlíðan góð, maður er tilfinningaríkur og kynferðislega “virkur”. Maður hefur þá “stjórn” á lífinnu og kennir manni að velja og hafna, en aftur á móti þegar hún er í ójafnvægi þá finnur maður fyrir tilfinningaleysi, sadistalegar hugsanir, “ kynlífsfýkill leiðréttið mig ef þeta er rangt!” og eitthvað af þunglyndi. Elementið á þessari stöð er Vatn og bragðskynið á við þar.

#3 Magastöðin ( Solar plexus “ Power center ” eða Manipura ). Þessi stöð er við rifbeinin þar sem þau mætast þarna fyrir ofan magan , fyrir ofan naflan . Litur þessara stöðvar er gulur og tónninn er “E”. T.d í sálnaflakki hef ég lesið um það að sálin ( Astral líkaminn) fari mjög oft upp úr þessari stöð… en það er reyndar mjög einstaklingsbundið. Þetta er reyndar stöð “orkunnar” “ the power ”, og vilja. Þegar þessi stöð er í jafnvægi þá er frelsið, gott sjálfsálit, og góðan skilning í lífinu. En þegar hún er í ójafnvægi… þá finnur maður mikið fyrir að geta ekki stjórnað hlutum, lélegt sjálfsálit og öðru tengt. Element þessara stöðvar er Eldur og þá er sjónskynið þarna líka.

#4 Hjartastöðin (“ Living Love Center ” eða Anahata ). Þessi stöð er við hjartað fyrir neðan hálsin . Litur þessara stöðva er grænn og tónn þess er “F”. Þessi stöð er stöð ástar tilfinninga, fyrirgefninga og traustar, þegar þessi stöð er í jafnvægi finnur maður fyrir þessum eiginleikum, þeas finnur mikið fyrir þeim jákvæðlega en aftur á móti þegar hún er í ójæfnvægi er það öfugt… eins og með hinar.

#5 Hálsstöðin (“ creativity Center ” eða Visshuda ) Þessi stöð er í hálsinum og litur þessara stöðvar er himin blár, tónninn mun vera “G”. Þetta er stöð skapar, lista, sannleiks og tjáskiptinga. raddböndin eru í hálsinum eins og flestir vita og með þeim talar maður tjáningar og sannleika. Þegar þessi stöð er í jafnvægi þá er maður, treystandi, (þessi stöð vinnur svolítið með hjartastöðinni, því leyndarmál eru geymd í hjartanu… ekki í kjaftinum) með létt grip á andlegri tengingu, getur lifað í nútímanum og annað umlíkt, en aftur á móti þegar maður er í ójafnvægi geta leyndarmál farið út um allt, slúður, lygar, maður treystir til dæmis manneskju sem blaðrar öllu… það er dæmi um ójafnvægi í þessari stöð (ég meina þetta ekki persónulega), listleysi, tjáningarleysi, innilokun og svo framvegis.

#6 Ennisstöðin (“ The Third Eye ” eða Ajna ) Þetta er stöðin sem er við ennið, og er stöð þitt andlega sjálfs, þriðja augað, og hin dulrænu öfl og margt sem tengist því. Tónn þessara stöðvar er “A”. Þessi stöð er mikið notuð þegar maður skyggnar í spegil (sjá grein “Verndararnir”) og það er talað um þegar fólk er skyggnt upp á ákveðnu stigi, þá er þriðja augað opið upp á ákveðnu stigi. Fjarskynjun og hugsunarflutningur býr einnig í þessari stöð, og það er ekkert rosalega mikið vitað hvernig þessi stöð virkar almennilega , því það er dulrænt eins og stöðin býr yfir. Þegar þessi stöð er í jafnvægi þá er talið að maður óttist eigi dauðan, sagt líka að þegar jafnvægi er… þá er maður gæddur persónutöfrum eða náðargáfu, stöðugt ýmindunarafl og svo framvegis. En aftur á móti þegar hún er í ójafnvægi þá er… (mér finnst þetta pínu asnalegt) að maður er með of mikið að pæla í öðru fólki … þá er ég ekki að tala um umhyggju, maður ætti í erfiðleikum að skilja frá “ egói ” og mans hærra sjálfs, ofvirkni… eða jafnvel geðklofa veiki… eins og ég sagði finnst mér þetta eitthvað undarlegt. En sko… Geðklofa veiki eða geðveiki eins og fólk ætti að vita hvað er þegar slíkt fólk “sér” eða “heyrir” í öðrum hlutum þá er maður talin geðveikur og það er talið að þegar þessi stöð er í ójafnvægi eða ofjafnvægi þá er eins og stöðin “brenni út” og allskonar hlutir eins og geðklofar og svipað, skynja eða heyra. Skilningarvitið er hugsun og elementið er talið vera ( ether ) ljósvaki eða hugsanir.

#7 Hvirfilstöðin (“ The Crown Chakra ” eða Sahasrara ) Þetta er hæsta og með þeim máttugustu stöðvum á líkamanum, þetta er tengingin við lífið, við það sem við sjáum ekki, né þekkjum. Þarna er þráðurinn sem er í þér frá andlegu sviðunum og til alheims andann , og einnig okkar andlegi skilningur og tengingin við aðrar verur. Okkar hæsta sæti, okkar æðsti skilningur, viska og alheimstenging liggur þarna. Í hugleiðslum er þessi stöð líkt við blóm… þegar maður opnar þessa stöð þá opnast hún eins og blóm “ Thousand Petal Lotus ”. Litur þessara stöðvar er fjólublár og tónninn er “B”, einnig er elementið alheims orkan. Jöfnuð hvirfilstöð, þá hefur maður stjórn á meðvitundinni og hefur fullan aðgang á dulvitundinna eða undirmeðvitundina, kraftaverka maður segja sumir, og skilningur á náttúrunni. En aftur á móti ójafnvægið, “No spark of joy” (undarlegt en satt að ég vissi ekki hvernig ég átti að þýða þetta) og að maður getur aldrei tekið ákvörðun. Í sálnaflakki þá segir fólk að það sjái stuttan, þunnan silfurlitaðan þráð frá höfðinu , og það er þessi tenging sem ég sagði frá.

Þetta eru já orkustöðvarnar í líkamanum, en það eru helling af minni orkustöðvum, t.d í höndunum , puttunum þar t.d stjórnar maður orku, og beinir henni að einhverju ákveðnu. Pendúll já ég nota hann þannig að ég held á honum með vinstri hönd og læt hann hanga yfir hægri hönd og þegar þið sem eruð að fá pendúl í fyrsta skipti þá byrjið þið að segja “ stopp ” … “já” takið vel eftir hvert hann hreyfist, svo “ stopp ” … “nei” … og takið vel eftir hvert hann fer. Þá eruð þið komin með það á hreinu, hehe algjör áþarfi að óttast þegar hann hreyfist “undarlega”, hann bítur ekki. Svo er þér velkomið að spyrja “Er Þetta sálarverndarinn minn?” … ef svarið fer á “já” … þá er það´bara gott… ef hehe hann fer á “nei” … þá getið þið reynt að segja “Ég bið sálarverndarann minn um að koma og stjórna pendúlnum sem eftir er”, Eða eitthvað á þennan veg. Aldrei samt að drekka alveg 100% sem ykkur sem er sagt… aldrei t.d “fer ég til útlanda í sumar” og það er verið að tala um það meðal fjölskyldunnar , og pendúllin fer á “Já” … aldrei gleypa það 100% í þig og ég tala af reynslu þarna! Ekki bara með pendúl heldur margt annað.

Hægt er að beina orku og stjórna… tekur tíma að þróa og þjálfa en “with time” þá kemur það… og að skapa orku úr sjálfum sér, og taka hreina orku. Maður tekur orku frá hvirfilstöðinni, þar sem þráðurinn er og útfrá honum. Hægt er að líkja þetta við síu, Maður tekur vatn… lætur það leka… setur síu með t.d rauðum lit og þegar vatnið rennur í gegnum síuna kemur út frá rautt vatn. Hægt er að stjórna orku svoleiðis og búa til “kúlu”, “orkubolta” með höndunum og notað hana. Þarna kemur inn það sem ég sagði efst… en núna bæt ég bara við leiðslum eða “vírum” orkan fer í gegnum litluorkustöðvarnar og vírarnir eru taugarnar (ef ég tók rétt vel í líffræði) þá eru taugar með rafboð… rafmagn og orka er mjög svipað… rafmagn er efnisleg orka en þessi “orka” er andleg.

Þetta skilgreini ég Orku, og hefur gagnast mér mjög mikið í andlegri vinnu en hafið eitt á hreinu þegar það er lesnir textar með andlegri vinnu… þá er ekki alltaf hentugt að fara 100% eftir þeim… heldur á maður að finna sýnar eigin tilfinningar með þeim! Ég bíst við að ég skrifi eitthvað meira svipað seinna.

Takk fyrir mig
Kv. Baphomet