Ég var að velta því fyrir mér hvort að það sé eitthvað til í því að ef að maður sér eitthvað svona “dulrænt” eða verður fyrir smá heimsókn að handan og verður alveg logandi hræddur, mun það þá aldrei koma fyrir aftur? Það var mér sagt þegar ég var lítil. Þegar ég var þriggja ára vaknaði ég nefnilega við einhverja yfirþyrmilega “þunga” tilfinningu ´sem var í herberginu og þegar ég settist upp þá er þarna í horninu beint á móti mér gamli dobermanhundurinn hans afa, urrandi. Ég skil ekki afhverju ég man þetta svona skýrt, ég man nefnilega ekki neitt eftir hundinum sjálfum en mamma sagði mér að ég hefði alltaf verið skíthrædd við hann. Nú, ég varð svona líka frávita af hræðslu og gargaði og veinaði á mömmu, sem kom inn í herbergið mitt og ég bara vældi “taka dobba, taka dobba” (ég þekkti hann víst undir því nafni). Enginn Dobbi sjáanlegur og mamma var nú ekki hrifin, því að þegar pabbi minn var lítill og vaknaði um miðja nótt til að fara á klósettið sat löngu liðinn afi hans þar og pabbbi varð rosalega hræddur og hefur ekki talað um að neitt sdvona hafi komið fyrir síðan.
Mig langar að vita hvort einhver hefur heyrt þetta áður og hvort eitthvað vit sé i þessu.
Skrítð, ég var nefnilega að lesa grein frá einhverjum og þar kom fram eitthvað að hundar hafi ekki sál eins og við hin. Hvernig gat ég þá séð hann? Og ekki fara að benda mér á að þetta hafi örugglega verið draumur, ég er búin að ara í gegnum þetta fram og aftur, þetta var ekki draumur.
Og svo hefur svona “spookie stuff” komið fyrir mig síðan og alltaf verð ég svo hrædd að ég bara stífna upp og hjartað fer á hundraðogtuttugu. Samt kemur þetta fyrir-þótt ég vilji alls ekki eiga neitt með svona lagað að gera. Ég segi frá einhverju af þessu seinna, of langt aðrekja það hér. Svo er ekki séns að ég fari til miðils eða neitt þannig lagað, ég vil alls ekki vita að einhver sé að fylgja mér eða reyna að ná sambandi, það er eins gott að ég er ekki hjartaveik því þá væri ég löngu látin úr hræðslukasti. Svo fór mamma mín einusinni til miðils og ég var ekki alveg að fíla það að hún segði mer hitt og þetta…samt finnst mér þetta voðalega áhugavert og spennandi en ofsahræðsla kemur í veg fyrir að ég þori að vita eitthvað meira.
Endilega svarið ef þið hafið heyrt þetta með að verða hræddur og sjá þessvegna aldrei neitt meir eða hafið bara eitthvað að segja mér um þetta.