Ég vil meina að þegar við deyjum þá deyr líkami okkar en andi okkar fer yfir á annað tilverustig,rafsegulsvið,þar sem í raun er bara orka. við sáum kvikna á eldavélinni en við sjáum ekki rafmagnið sem hún gengur fyrir.

þetta er eins og ég get sagt mér að ástin sé til en ég get ekki sýnt þér hana á þannig að þú getir skoðað hana,en ég get sýnt hana í verki. En samt þarftu ekki að vera viss að það sé í raun ást eða hatur,væntumþykkja,vorkun eða hver sú tilfinning sem ég gæti borið.nema þú finnir það. og þú finnur það ekki með því að snerta á tilfinningunni með líkama þínum heldur huga.


Áður en við tökum hugmyndina um framhaldslíf og krefjum hana til mergjar ættum við að athuga hvað það virkilega er sem gerir okkur,
það sem við erum.Það er jú líkami okkar og einkenni hans,og andlegt atgervi.

Persónuleiki,tilfinningar eða andlegt atgervi er það sem gerir okkur að því sem við erum.líkamin er jú tækið okkar stjórnað af huganum,sjálfrátt og ósjálfrátt.við störfum gegnum líkama okkar.Líkami okkar starfar fyrir okkur/huga okkar.

Allt í veröldinni hefur sitt rafsegulsvið.

Rafsegulsvið mannsins er það sem oftast er kallað Ára.og er hægt að nema tíðni hennar og kalla fram myndrænt í tölvu ásamt því að taka ljósmyndir.Tíðni áruna er í raun tíðni rafsegulsviðs líkamans,sem framleiðir jú rafmagn.

Eftir því sem veikindi herja á okkur eða orka okkar breytist (td þreytta,gleði,vöðabólgur,spenna)þegar við þroskumst,eða tökum einhverjum andlegum breytingum breytast litir árunar í takt við það. Hugurinn og líkaminn eru samt aðskilin að því leiti að þaug hafa áhrif á hvort annað en í raun geta starfað án hins.
við sjáum líkama hreyfast og við getum mælt starfsemi hans.en við þurfum að að finna fyrir tilfinningum.Og það er undir okkur komið hversu við erum innstillt inn á bylgjulengd annara í fyllstu merkingu.Ég vil tala um að miðlar séu einfaldlega fólk sem hefur þjálfað með sér eða er óvenju næmt á þaug svið sem tilfiningar okkar ferðast á við gefum frá okkur strauma sem þeir nema.Eins nema þeir strauma frá þeim hugum sem enþá eru á kreiki eftir að líkami hefur látist.

Ég held að hugi okkar starfi áfram eftir að líkami okkar deyr.Hvort sem hann fer inn á annað tilverustig/rafsegulssvið.
Ég efast um að frumur hafi personuleika..en þegar líkaminn er fullskapaður í móðurkvið þá kemur hugurinn inn.
Sumir gætu spurt..eru það þá alltaf sömu hugarnir sem koma aftur og aftur.En á móti segi ég alveg eins og líkami mótast hlýtur hugi eða sál að geta mótast.Svo er endalaust hægt að rökræða hvað séu ungar,þroskaðar og gamlar sálir.

Til að fræðast um þessi mál mæli ég með að lesa bók sem heitir Vígslan og er mjög góð,eins bók sem heitir Jógaheimspeki sem er hægt að fá í kiljuformi.Mikael handbókin er alveg ágætt og margar áhugaverðar pælingar í henni.

Ég vona að ég hafi geta komið tilfinningu minni á framfæri þannig að vel skiljist.