Verndarar, Fylgjur, “spirit guides” … Mig langar að reyna skrifa eitthvað um þá og reyna fræða fólk hvernig er hægt að komast í samband við þá. Áður en ég byrja vil ég veita athygli að þetta er flest aðferðir sem ég hef verið að nota og þær hafa gagnast mér mjög vel og er ávalt ánægður með útkomunnar á þessum aðferðum.

Ég ætla byrja á einu… í annað… Þið hafið heyrt um þegar krakkar eiga “imaginary friend” eða ímyndaðan vin, í dulfræðinni eru til dæmi að krakkar eru mun “opnari” á sýnum yngstu árum (kringum 5-8, leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér) og það er sagt að krakkar já, “sjá” mun meira á sínum yngstu árum því það er ekki einhver partur heilans sem er þroskaður. Já… eins og ég sagði… mikið um að krakkar eiga ímyndaðan vin sem er mikið talað um að það séu verndararnir (eða álfar?)… ég þekki nokkur dæmi um það, en ég ætla ekkert að fara oní þau. Ég hef verið að kynna mér verndara svolítið og mér skilst að sögn sem mér hefur verið sagt í gegnum ákveðni hugleiðslu og slíkt… að það eiga allir sinn “aðals” verndara… með að segja aðals þýðir þá ekkert svaka máttugan verndara… heldur sem hefur ávalt fylgt þér í gegnum lífin, þeas þegar sálin þín var “fædd” og þegar hún var “fædd” (sköpuð… hver veit?) … þá komu einhverjir sérstakar verur… til að fylgja þér í gegnum lífin. Og ég vill endilega segja að… ekki misskilja þetta.. með verndarana… meina… ef þú hrasar… þá koma þeir ekkert og taka í þig svo þú dettur ekki… það er ekki svoleiðis… passa meira upp á þig andlega. Það er líka talað um að þessi tilfinning… innsæið… “æji ég ætti ekkert að vera gera þetta… það er eitthvað sem segir mér að ég ætti ekki að ýta á takan” … þeas að verndararnir verja mann eitthvað í þessum dúr.

Að minni reynslu, sögnum sem ég hef fengið í gegnum hugleiðslur, að verndararnir eru svipaðir og þú persónulega, með sama hugsunarhátt og slíkt… og þeir eru mjög heiðarlegir (sama hvort þú ert það eður ei) en þeir eru eins og… verðir… heiðarlegir, kurteisir, og mjög vingjarnlegir… þeas mest gagnvart þér.

Núna ætla ég að skrifa um aðferðir sem ég hef notað, og nota enþá til að hafa samband við verndarann minn… það eru til öruglega ótal aðferðir, enn þetta eru sem ég hef notað og var mjög sáttur með útkomuna.

#1, Að tala við þá með huganum… því þeir vita hvað þú hugsar. Dæmi: (ég ætla ekki að segja nafnið á verndaranum mínum)
“Hæ XXX hvað segir þú” … og það sem poppar strax í huga minn er eitthvað álíka: “hæ, ég segi bara allt gott”. Það er fyrst MJÖG erfitt að skilgreina svörin frá ýmindunaraflinu og hugsunum, en það kemur með tímanum. Í ákveðnum hugleiðslum… þá er hugleit með að nota ýmindunaraflið, … hugleiðarinn segjir eitthvað ákveðið, og maður á að nota ýmindunaraflið til að “tengjast” ákveðnum hugleiðslu aðferðum/öflum. þeas mynda einhvern ákveðin hlut og þá tengist maður við hann… eins og maður sé að móta þennan ákveðin hlut á æðri sviðum, þetta “mót” myndast… og hleypur t.d ákveðnum öndum/verum á þetta ákveðið svið sem mótið er… þannig er hægt að hafa samband við anda t.d í gegnum hugleiðslur. s.s, það er hægt að tala við þá í gegnum huga, ég mun koma með annað dæmi um það á eftir.

#2, Að biðja verndarann sinn um að koma í draumi, þeas ef þeir vilja það (þeir hafa sinn eigin vilja) ef hann/hún gerir það, þá er hægt að “sjá” verndarann og kannski eitthvað annað… enn gallin er að muna drauminn þegar þú vaknar hehe. Ég hef reynt þetta… samt… virkar ekki nógu vel hjá mér, en verndarinn minn hefur komið í draumi hjá mér.

#3, Sálnaflakk… Að fara uppúr líkamanum, fara uppá AstralSviðið þá er hægt að tala við þá face to face. Ráða hvað maður segir við þá (annað en í draumi :P) og svo framvegis. Ég ætla nefnilega ekki að fara útí sálnaflakkið.

#4, Gamli góði pendúllin… þetta er í miklu uppáhaldi hjá mér, að spjalla við verndarann minn í gegnum pendúlinn minn. Reyndar eru bara Já, Nei og Kannski svör… Hérna er eitt dæmi um að nota hugan, ég get spurt verndarann minn með huganum… og verndarinn svarar Já/nei eða kannski.

#5, Þetta er aðferð sem ég gerði fyrir lögnum tíma síðan, Að skyggna í spegil. Þeir sem kunna það ættu að prufa að biðja verndarann sinn um að koma í spegillin þegar aðferðin er komin upp á ákveðið stig. Að skyggna í spegil: Þetta er mjög einfalt… það eru til nokkrar aðferðir hvað fólk vill.. en það sem ég geri, ég er í rólegu umhverfi… mér finnst best þegar foreldrarnir eru ekki heima. Kveikja á nokkrum kertum og vera með spegil sem er ekki lítill… og ekki oft stór heldur svo þú getur ekki haldið á honum… ég ligg oftast uppí rúmi með bakið í veggin, með hnén upp (til að styðja við spegilinn) og vera já, með náttúrulegt ljós… þeas kertaljós ekki lampaljós eða loftljós… þögn… og vera í mjög rólegu ástandi… stara í augun þangað til að andlitið dökknar, svo allt sem sést á líkamanum… þarna er stig þar sem þú átt að geta séð áruna þína… ljómar ljós um allan líkaman, og bara þangað til að þú ert komin í ákveðið stig að þú getur bara sagt “verndari.. geturðu komið í spegilinn…” þá áttu að geta séð hann. Enn þessi aðferð virkar held ég ekki alveg í fyrstu tilraun.

Og svo langar mig að minnast á það, þeas ef ég fer með rétt mál. Verndararnir vita mest allt sem mun tengjast þér, hvað þú átt eftir að gera, hvernær, hvernig og svo framvegis… afhverju? það .. er mystery
Meira hef ég ekki að segja, ef þið hafið einhverjar spurningar endilega spurjið.
But beware… the are watching you:P


Kv.
Baphomet