Allt í lagi. Fyrst af öllu vil ég koma því til skila hérna að ég veit að efni þessarar “greinar” er ekki mikið og samkvæmt því þá ætti þetta að fara á korkinn. Hins vegar er þetta málefni sem snertir mig persónulega og þarf að fá sem flest ummæli varðandi efni “greinarinnar” til þess að geta komist að niðurstöðu hvað næsta skref verður þannig að svörum eins og ég sé að misnota vald mitt og eitthvað í þá áttina, s.s. að þetta sé korkamatur, verður einfaldlega eytt.

Undanfarið hefur mér borist mikið af pósti þar sem fólk óskar eftir því að ég spái fyrir því, enda sumarfrí núna í gangi og fólk hefur meiri tíma en vanalega til að sinna öðrum málum. Hins vegar er ég ekki í sumarfríi þar sem sumrin eru annasömust hjá náttúrutrúarfólki en ég er að reyna að gera upp hug minn hvort ég eigi að taka við þessum bónum og halda nokkur kvöld, en þó aðeins ein manneskja á kvöld.

Í þetta skiptið verður það á heimili mínu (ef úr því verður) og er því meiri friður en á kaffihúsi. Ég er með nema í náttúrutrú og hugsanlega myndi ég láta þá vera á staðnum til að fylgjast með nema að sérstaklega sé óskað eftir öðru.

Með þessari “grein” vil ég sjá viðbrögð hugara, hvort þeir hafi áhuga á að ég haldi spákvöld og hvort þeir mæti (hef oft lent í því að forföll hafa ekki verið tilkynnt þannig að ég hef þurft að hafna öðrum, því ég get ekki alltaf tekið alla sem vilja).

Vinsamlegast tjáið skoðun ykkar á þessari hugmynd minni, bæði varðandi spákvöldið og að hafa nemana viðstadda. Einnig hvort þið hafið áhuga á að koma á spákvöld, en ég spái í TAROT spil og tekur spáin yfirleytt c.a. klukkutíma.

Kveðja,
Abigel