Sá sem er einlægur aðdáandi hinna forheimsku og barnalegu þátta “Charmed” sem kapítalista veldi Bandaríkjanna framleiðir sættir sig eftirvill við frasann; “Galdur er þekking, þekking er máttur og máttur vekur upp ótta í huga þess þröngsýna”

En þeir sem vita betur og taka fornu fræðunum af einhverri alvöru, annað en svo margir (ekki allir) Nýaldar-Wicca asnar gera, sætta sig ekki við slíka smættarhyggju.

Galdur er ekki eingöngu það að “nota orku til að breyta hlutunum sér og öðrum í hag” sá sem veit eitthvað í sinn haus hvað viðkemur þessum málefnum hlýtur að sjá að veruleikinn er dýpri og flóknari en svo.

Hann hlýtur einnig að sjá að galdur er ekki bundinn reglum og enginn maður né guð getur sagt eða skipað þér að nota hann einungis á einn veg en ekki annan.

Gott og illt eru merkimiðar sem hafa enga þýðingu utan við samfélag manna og siðgæðis vitund þess. Enginn maður getur dæmt náttúruna illa vegna þess að hrafnar ráðast á nýfætt lamb og plokka úr því augun, eða vegna þess að tvö hundruð manns deyja í snjóflóði, eða vegna þess að vanfær kona deyr ein úti í skógi eftir höggormsbit.

Gott og illt eru ekki til í eiginlegum skilningi því það sem er gott er einnig illt og það sem er illt er einnig gott. Lífið er sambland af “illvilja” og “góðvilja”, það er endalaus barátta fyrir því að komast af og við verðum einnig að drepa, skaða og meiða til þess. Lambið skaðar grasið, hrafninn skaðar lambið, út- og vistræn öfl skaða hrafninn - þetta er eilíf hringrás - þetta er lífið og örlögin.

Barnaleg vellíðunarhyggja eins og trúin á frið á jörð, hreinlífi og það að okkur öllum geti samið svo eithvað sé nefnt, á sér enga stoð í veruleikanum hvað hringrás lífsins, frum-hvatir, náttúru og eðli varðar.

Þetta á einnig við um galdur. Það er barnaleg vellíðunarhyggja að halda því fram að galdur megi eingöngu nota til “góðs” eða “velvilja” Þeir sem eru fjölkunnir að eðlisfari vita það nákvæmlega í hjarta sínu og á djúpstæðu skiningssviði hvernig er sannngjarnast og réttlátast að beita galdri.

Galdur er þekking já! galdur er máttur líka. Galdur er sambland af tilfinningum, táknum, leiðbeiningu og þrá - en þetta er það sem flestir sjá.

Það eru þó ekki nema þeir sem eru sannir í hjarta sínu sem sjá það að þungamiðja galdurs er innræn og andleg uppstigning, ódauðleiki og meðvitund á því guðdómlega sem býr innra með okkur… sjá það að hið sanna “takmark” galdurs er að YFIRSTÍGA örlögin. Til er eitt nafn yfir alla guði og það er Örlög.

–Það að yfirstíga örlögin er megin takmark galdurs og frá því kemur innblásturinn og dauðinn sjálfur er sigraður–

Engin örlög eru svo hræðileg að þau geti ekki verið yfirstígin. Hvort sem það er bókstaflega í gegnum gjörðir og líðandi stund, eða dýpri sigur andans í einmanna baráttunni við sjálfið.

Örlögin eru dómstóll. Hinn Háskalegi Kastali þar sem við verðum öll að mæta fyrir… sigrast á eða deyja í. Þar af leiðandi skipta örlögin kunnuga fólkið máli. Því mannúð er meira heldur en guðir, þó ekki meira heldur en Lafðin sjálf. Þegar mannkynið vinnur, stoppa örlögin og guðirnir eru sigraðir. Galdur og Trú eru hjálparhellur í því að yfirstíga örlöginn, og örlögin eru vaggan sem hvítvoðungur andans sefur í.